Breiðfirðingur - 01.04.1993, Page 66
64
BREIÐFIRÐINGUR
að það væri „hundsterkt helvíti". En slíkt orðafar lýsti honum
vel. Mér þótti jafnvænt um báða þessa menn.
„Stöðvarfjarðar stæltufjöll... “
- Seinni veturinn sem ég átti að vera á Eiðum veiktist Björn
bróðir minn svo ég varð að fara heim um miðjan vetur, 10.
janúar. Fór gangandi Eiðaþinghá, Velli, upp Skriðdal og niður
Breiðdal í vetrarveðrum, ekki góðum. Eg fór yfir Breiðdals-
heiði en hún er þeirrar gerðar að ég áttaði mig fljótlega á því
að þegar ég var staddur á henni miðri voru engar áttir til, allt er
„úteftir“. Það er út til Héraðsflóa, út til Breiðdals. Þar lenti ég í
svartabyl, tapaði vörðunum sem voru þarna, og horfði nú ekki
líklega, þangað til mig bar að vatni. Lækur rann úr vatninu og
ég vissi að hann hlyti að renna til sjávar. Svo mér var borgið
þegar ég fann lækinn. En blautur var ég og illa til reika þegar
ég kom niður í Breiðdal og átti þar góða gistingu að Höskulds-
staðaseli hjá foreldrum skólabræðra rninna frá Eiðum.
Það voru mjög eftirminnilegar móttökur, eins góðar og þær
gátu verið. Það fólst í því að farið var með mig inn í eldhúsið,
þar sem talin var örugg hlýja. Eg var holdvotur eftir krapaveð-
ur sem varð að rigningu niðri í Breiðdal og bóndi dreif mig úr
hverri spjör í eldhúsinu og ég fékk þar þurr föt. En það var af-
skaplega erfitt að sæta þessari meðferð fyrir framan kvenfólk-
ið í eldhúsinu.
En þetta gekk nú allt saman og næsta dag fékk ég fylgd frá
Höskuldsstaðaseli langleiðina út Breiðdal. Þá var eftir að
ganga fyrir Landsendann þar sem Kambanes er og að fara þar
um skriðurnar. A þessari leið lá vegurinn í tjörunni fyrir neðan
skriðurnar sem koma úr fjalli því sem Súlur heita. Það er af-
skaplega fallegt fjall, sem um var kveðið:
Stöðvarfjarðar stæltu fjöll
steypt úr iðrum jarðar.
Tigin sindrar Súlna höll
sunnan megin fjarðar.