Breiðfirðingur - 01.04.1993, Síða 71
SÝSLUMANNARÉTTARFAR í DÖLUM
69
Möðrudal á Fjalli. Árni Þorvaldsson, sonur Þorvalds prests í
Hvammi í Norðurárdal, var spekingur líka en nreð dálítið sér-
stökum hætti. Talið var, að Árni hefði komist hjá að þekkja
menn með nafni eftir vetrarlanga kennslu. Aðferðin, sem hann
notaði til „að taka upp“ byggðist á því, að hann númeraði sæt-
in. Vissi hvaða nöfn áttu að vera í hverju sæti. Og þá var hægt
að leika það að skipta um sæti. Þeir sem betur voru lesnir fóru
í sæti þar sem líklegt þótti til kvaðningar. Menn höfðu leikið
það að fara út um glugga. Það voru stórir, opnir gluggar þarna.
Síðan var hægt að koma aftur, banka á kennslustofuhurðina og
óska eftir að fá að koma inn. Og það var alltaf til reiðu.
Brynjólfur Sveinsson hafði svo sérkennilegt augnatillit að
það var talið ómögulegt að svindla hjá honum. Hann renndi
augunum þannig að hann virtist horfa allt annað en hann
gerði. En afburðakennari var hann. Og svo mætti einnig segja
um Steindór grasafræðing Steindórsson og Þórarin Bjömsson,
sem síðar urðu báðir skólameistarar, að ógleymdum Guð-
mundi Arnlaugssyni síðar rektor í Hamrahlíð.
Næstum skotinn niður af þýska flughernum
- Hvernig var skólabragurinn á Akureyri?
- Mér fannst þetta skemmtilegur tími. Veðráttan var einstök.
Minnisstæður er mér Pollurinn og skautasvellið þegar vetur
lagðist að. Þó er mér einna minnisstæðast atvik veturinn er ég
kom norður til að taka stúdentsprófið. Hafði áður verið á Eski-
firði hjá Skúla, bróður mínum, og las þar utanskóla. Þá bjó ég
í Þórunnarstræti á Akureyri hjá Eðvald Möller og konu hans,
Pálínu. Eðvald var bróðir Ólafs Friðrikssonar ritstjóra, þess
þjóðkunna manns.
Ég hafði fæði í mötuneytinu í skólanum og þangað var
svona 10-15 mínútna gangur frá Þórunnarstræti og lítil byggð
þar á nokkru svæði. Ég var að fara í hádegismat og þá heyri ég
allt í einu í flugvél, sem flýgur yfir bæinn. Ég heyri glögglega
í henni og skynja að þetta er eitthvað sem ég kannast ekki við.
Ekki var hún frá breska hernum og í því er ég geng moldar-