Breiðfirðingur - 01.04.1993, Síða 96
94
BREIÐFIRÐINGUR
þótti líka vænt um hestana sína, eins og pabba hans, enda voru
þeir félagar hans á löngum og oft erfiðum ferðum, en hann
hafði á hendi póstferðir í nær 25 ár, þær sömu og afi minn
hafði haft, út um Snæfellsnes. Á ferðum þessum komst hann
oft í hann krappan í hríðarveðrum og ófærð að vetrinum. Þá
gat hann heldur ekki haft hestana nema stutt á leið, því að yfir
4 fjallvegi varð að fara svo slæma að ófært var hestum á vetr-
um. Það voru Tröllaháls og Búlandshöfði og svo Fróðárheiði
og Kerlingarskarð. Pabbi varð þá að ganga og bera póstinn
eða draga á sleða. Stundum varð hann að hafa menn með sér,
ef pósturinn var mikill. Oft kom það fyrir að aðrir menn fengu
að fylgjast með pabba á póstferðunum, sérstaklega yfir fjall-
vegina að vetrinum. Það var gott fyrir hann, því að þá var
hann ekki einn á ferð, en þó bar það við, að hann hefði heldur
viljað vera einn, því til dæmis sagði hann þessa sögu: Maður
nokkur bað um að verða honum samferða yfir Kerlingarskarð.
Það var dimmviðri og hríðarmugga, svo ekki sást til fjallanna,
og lítið fram á veginn, enda var þá enginn upphlaðinn vegur.
En er þeir komu upp fyrir Djúpagil, varð maðurinn svo ramm-
villtur, að hann vildi endilega fara í þveröfuga átt. Hann stóð
fast á því að pabbi væri að villast. Pabbi var að verða alveg í
vandræðum með hann og gat með naumindum komið honum
áfram með sér, en er þeir komu suður í Dufgusdal var
Straumfjarðará auð. Þá sagði maðurinn, að nú sæi pabbi lík-
lega hvort þeir ekki væru villtir, því að áin þessi ætti ekki að
renna í þá átt sem hún rynni, og fannst þá manninum áin renna
upp í móti. Pabbi fékk hann þá til að reka hendumar ofan í
ána, svo hann gæti fundið hvernig straumurinn lægi og tókst
honum þá að átta sig. Eftir það fylgdi hann pabba mótþróa-
laust.
Oft var mamma áhyggjufull er pabbi var í þessum vetrar-
ferðum, og einu sinni urðum við öll mjög hrædd um hann.
Klukkan var að verða 6 að kvöldi. Þá kom afi minn inn í bað-
stofuendann til okkar og horfði á stóru klukkuna á meðan hún
sló, og sagði svo: „Nú ætti Hannes minn að fara að koma úr
því klukkan verður 7 til 8“. En klukkan varð 8, og hún varð 9