Breiðfirðingur - 01.04.1993, Síða 101
M I N N I N G A R
99
mörg bú. Þó voru tveir þeirra aðallega okkar leikvangur. Ann-
ar var rétt hjá Viðvíkurhliðinu. Hann heitir Fuglastapi, en við
skírðum hann Klettahól. I honum áttum við allar bú. Þar voru
skápar, stallar og grasblettir, og auk þess var á háhólnum hola
í klettinn. Hana fylltum við af vatni því að það var brunnur-
inn.
Hinn hóllinn var á leiðinni niður að lendingarstaðnum, sem
heitir Leynir. Honunr gáfunr við nafnið Grjóthóll. Hann var
okkur ekki síður dýrmætur en Klettahóll, því að þar voru líka
hillur og sillur og háir stallar, og grjót og gras og grónir pallar.
Og svo trúði ég því líka, að þar byggi huldufólk - enda hafði
nrig líka dreynrt það. Sá draunrur var þannig:
Eg þóttist vera að leika nrér við litla stúlku á líku reki og ég
var og féll hún nrjög vel í geð. Ekki vissi ég hvaðan hún var,
og er ég spurði hana að því, sagðist hún eiga heima í Grjóthól.
„Það getur ekki verið,“ þóttist ég segja, „því að þar eru engar
dyr.“ „Konrdu og sjáðu,“ sagði stúlkan, og lrljóp á undan mér;
og rétt þar senr við áttum búið okkar sá ég dyr inn í hólinn.
„Þér er óhætt að koma inn,“ sagði telpan, „því að pabbi er
ekki heima, en nrönrnru þykir vænt um ykkur.“ Eg gekk þá inn
í hólinn nreð telpunni, og fórunr við eftir löngunr og dimnrunr
göngunr, þar til við konrunr að stiga, sem lá upp á loft. Við
fórunr stigann og konrum þá í bjarta og vistlega baðstofu. Þar
voru nrörg börn að leika sér á gólfinu, en kona sat á rúnri og
svæfði lítið barn í fangi sér. Eg þóttist heilsa konunni og tók
hún kveðju nrinni glaðlega og bauð nrér að leika mér við
krakkana, þar til bóndinn kænri heinr. Eg þóttist vita að honum
nrundi ekki vera unr konru nrína í hólinn, og afþakkaði því
boð konunnar, og sagðist verða að flýta mér heinr, því að
mamnra hefði ekki vitað hvert ég fór. Konan sagði þá telpunni
að fylgja mér lil dyra og gerði hún það, eftir að ég hafði kvatt
alla með virktunr. Er ég konr út þóttist ég sjá stóran dökk-
hærðan mann með nrikið svart skegg konra gangandi eftir
mýrinni senr lá nreðfranr hólnunr. Eg varð dauðhrædd og hljóp
allt hvað af tók heim á leið, því að mér þótti þetta vera karlinn
í Grjóthól.