Breiðfirðingur - 01.04.1993, Page 102
100
BREIÐFIRÐINGUR
Skyldur og skemmtilegheit
En ekki vorum við gömul systkinin, þegar við fengum að læra
það, að lífið ætti ekki alltaf að vera eintómur leikur. Við áttum
lfka skyldum að gegna, gera smáviðvik, og fara sendiferðir til
að létta á störfum mömmu og pabba. Skyldurnar fyrst,
skemmtunin svo. Minnisstæðar eru mér sendiferðir inn í Hólm
með mjólkurflöskur eða rjómapela til húsmæðra, sem ekki áttu
kýr og höfðu oft mjólk af skornum skammti. Mantma átti nú
bara 2 kýr, en hún átti oftast næga mjólk og gat þá miðlað
öðrum, sem ekki voru efnaðir, auk þess sem hún seldi mjólk
einstaka heimilum. Æfinlega fékk hún blessunaróskir og þakk-
læti l'yrir þessar smásendingar, og það var henni nóg.
Þá tilheyrði það líka okkar skyldustörfum að verja túnið á
vorin fyrir ágangi fjár, sem vildi fara gegnum girðingarnar, og
enn fremur að reka kýrnar og þrífa tjósið. Það þótti mér erfitt
verk og leiðinlegt, og kýrnar urðu aldrei samrekstra, en l'óru
sín í hverja áttina, ef ekki var farið eftir upphlöðnum vegi. Þó
varð nú viðhorfið annað þegar systurnar frá Viðvík ráku með
okkur, og það varð úr að alltaf var farið með kýrnar í samein-
ingu í hagann. Er stundir liðu urðu þessar ferðir á morgnana
okkur öllum sérlega hugþekkar því að á þeirri leið varð oftast
eitthvað sem tók hugann, og alltaf höfðum við nóg til athug-
unar. Það voru stundum fallegu litlu lambagrösin eða blóð-
bergið - og nóg var af holtasóleyjunum - þegar svo berin fóru
að dökkna, var hættan sú að tíminn gleymdist og óðar en varði
var komið undir hádegi. - Það var svo margt sem þurfti að
skoða, auk þess sem berin voru svo ósköp bragðgóð. Þá voru
það fuglarnir og hreiðrin þeirra. Steindrepillinn og þúfutitt-
lingurinn voru alltaf svo styggir og hræddir ef við komum
nálægt hreiðrunum þeirra, en márietlan fannst okkur vera spök
og róleg, sömuleiðis lóan sem söng „dirrindí“ og „bí, bí“ og
var okkar uppáhald. Spóinn átti alltaf egg í mýrinni fyrir ofan
Asinn, og hann varð nokkuð nærgöngull okkur, ef við vitjuðum
unganna hans. En allt voru þetta vinir okkar, sem við vildum
ekki fyrir nokkurn mun missa. Fuglarnir kvökuðu og sungu, og