Breiðfirðingur - 01.04.1993, Side 106
104
B R E I Ð F I R D I N G U R
Nýja testamentinu var svo sem nógu stórt og skýrt, en stafirnir
brengluðust nú samt allir í mínum huga, og orðin urðu svo
skrýtin, enda skildi ég ekkert í þeim. Og nú átti ég þó að fara í
skóla.
Ég man vel eftir fyrsta skóladeginum. Það var rétt eftir
nýárið, líklega 3. eða 4. janúar. Jólafrí var ekki eins langt og
nú á tímum. Veðrið var bjart, en nokkurt frost, og pabbi fór
með okkur. Hann hafði smíðað lítinn kassa eða tösku úr tré og
málað hana fallega. I henni höfðum við bækurnar okkar. Þetta
var rétt fyrir hádegið, og ég var æði spennt, en dálítið smeyk.
Við komum að dyrum skólans - sem nú er brauðgerðarhús -
og gengunr inn í lítinn skúr eða skyggni, en síðan inn í rúm-
góða forstofu. Á henni var stór gluggi og beint á móti honum
var stigi upp á loftið. Þar var íbúð. Inn með stiganum var
hurð, og á þá hurð barði pabbi. Dyrnar opnuðust og út kom
skólastjórinn, Magnús Blöndal. Hann var maður við aldur -
þrekvaxinn meðalmaður og lítið farinn að hærast. Hann var
með grá augu og góðlegan svip, klæddur í mórend föt með
hálstau. Hann tók vel á móti okkur, talaði eitthvað við pabba
og vísaði okkur síðan inn í bekkinn. Það var eldri deildin.
Yngri deildin var í annarri stofu við hliðina á þessari, og
þar kenndi Kristín Sveinsdóttir. Hún var organisti og for-
söngvari í kirkjunni og mikils metin. Eldrideildarstofan var
stærri en hin fyrir yngri deildina, og þegar við komum inn úr
dyrunum, sátu öll börnin við skólaborðin - en þeim var svo
raðað við veggi stofunnar, að öll börnin snéru baki fram í stof-
una. Á miðju gólfi var svo borð skólastjórans - þar sat hann
og kallaði krakkana upp að borðinu sínu, þegar hann hlýddi
þeim yfir. Þegar þau skrifuðu eða reiknuðu á spjöldin sín,
sneru þau bakinu að skólastjóranum. Hann vísaði okkur til
sætis nálægt miðju stofunnar, og svo hélt kennslustundin
áfram. Við vorum brátt kallaðar að kennaraborðinu með ein-
hverjum öðrum krökkum og látnar lesa. Imba systir mín las
fyrst og las svo vel, að ég varð stórlega hrifin af því hvað vel
hún stóð sig. En þegar ég fór að lesa, rak ég í vörðurnar og las
afar illa. - Ég skammaðist mín, en gat þó svarað þeim spurn-