Breiðfirðingur - 01.04.1993, Side 113
M I N N [ N G A R
111
sem ég heiti eftir. Hann var hjá okkur í Nesi, þar sem hann
hafði búið í sambýli við mömmu og pabba. Hann var búinn að
vera rúmfastur meira en heilt ár. Valgerður dóttir hans var nú
gift og bjó í Stykkishólmi og móðir hennar, seinni kona afa,
hafði flutt með henni. En afi vildi heldur vera hjá pabba og
mömmu, sem hann sagði að væri sér engu síðri en dóttir sín.
Hjá okkur dvaldi afi svo sem hálfgerður og algerður sjúkling-
ur í 3 ár, eða til dauðadags.
Þennan dag fórurn við ekki í skólann. Afi var jarðsunginn
eftir 6 eða 7 daga og var rnargt fólk viðstatt, frændur og vinir,
og þeir voru margir.
Það er alltaf alvara og söknuður í kringum dauðsföll, og
vissulega var það viðbrigði að sjá rúrnið hans afa míns autt,
enda þótti okkur öllum vænt um hann.
En svo hélt nú samt lífið áfranr sinn vanagang, og um vorið
tókum við próf upp úr skólanum. Við systurnar fengunr ágætar
einkunnir og vorum ánægðar. Asta Hallsdóttir fékk líka góða
einkunn, en mörgum árum seinna sagði hún mér, að enga
manneskju hefði sér orðið eins illa við unr dagana, eins og mig
- eftir þetta próf. Hún fékk víst einu eða tveimur stigum lægri
einkunn en ég. Þetta var nú ekki í fyrsta sinni, sem hún keppti
við mig, enda sagðist hún hafa farið einförum næstu daga á
eftir og ekki viljað tala við nokkra manneskju. Mér aftur á
móti hefði verið alveg sama þó að hún, eða einhver önnur
stelpa, hefði haft hærri einkunn en ég. - Öðru máli gegndi
með stráka. Ég kepptist alltaf við stráka, og undi því ekki að
þeir væru á nokkurn hátt meiri mér.
Þetta var nú á unglingsárunum, og þannig hélt það áfram að
vera, langt fram á fullorðinsárin - og er ef til vill enn.
Framhald í nœsta hefti.