Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1993, Page 116

Breiðfirðingur - 01.04.1993, Page 116
114 A F OLÍUBRÚSA OG HÚFU sekkirnir bundnir á hesta á þann hátt að hvor sekkurinn var látinn liggja á sinni iilið hestsins. Fað var seinunnið og erfitt verk að koma sekkjunum fyrir en við þetta vann Steinn með sinn visna handlegg þótt ótrúlegt sé. Ég minnist þess að hafa rætt við Stein um ólíklegustu efni, þar með talið bæði komm- únisma og Biblíuna. A þessum tíma var Steinn sannfærður um ágæti sósíalismans, hann var eldheitur í trúnni og predikaði yfir mönnum í tíma og ótíma. Hann fræddi mig um það að þegar sósíalisminn hefði sigrað þá ættu mennirnir von á betri heimi. Réttlætinu yrði þá fullnægt og enginn hungraður. Þetta var mjög fagurt." Steinólfur minnist þess að Steinn hafi þrefað um og rökrætt pólitíska sannfæringu sína við hvern sem vildi. Hann var ekki snöggur að svara fyrir sig, var seinmæltur og hægur í fasi. En hann var rökfastur í þrefi. Steinn hafði mikil áhrif á drenginn, líkast til meiri en á flesta aðra, að því er hann heldur. Flest það sem Steinn gerði og sagði vakti áhuga Steinólfs. A þessum árum gekk Steinn með rauða alpahúfu og lét hana hallast út í annan vangann. Þetta þótti drengnum eftirbreytnivert og lét pottlokið sitt hall- ast út á sama vanga. En samkennd þeirra var kannski hvergi sterkari en í einu atriði: „Steinn sagðist öfunda mig mikið af nafninu mínu, honum fannst það tilkomumikið og sagðist gjarnan hafa viljað bera það sjálí ur." Fáir á heimaslóðum Steins virðast hafa sýnt honum eða skáldskap hans skilning hvað þá heldur viðurkenningu um þetta leyti. „Ég minnist þess varla að nokkur hafi verið hrifinn af Steini á þessum tíma, hvorki af skáldskapnum né manninum. Ætli ég hafi ekki verið sá eini? En ég lét það ekki aftra mér frá því að stæla hann í töktum og göngulagi.“ Bóndinn segir sögu af Steini sem lýsir því hve sumum hef- ur sýnst hann sérkennilegur og trúað nánast hverju sem er upp á hann. Einkanlega hafa menn ekki haft mikla trú á verklagni hans. Sömuleiðis sýnir sagan að Steinn hefur kunnað að spila
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.