Breiðfirðingur - 01.04.1993, Page 120
Flosi Jónssonfrá Hörðubóli
Brúðkaupsveisla
Vorið 1905 að mig minnir í júní var fjölmenn brúðkaupsveisla
haldin á bernskuheimili mínu að Hörðubóli í Dölum. Tvenn
hjónaefni giftu sig við þetta tækifæri. Það voru Jóhann Pétur
Hjálmtýsson, sem að nokkru ólst upp hjá fósturforeldrum
mínum, en hann var bróðir fóstru minnar, og heitmey hans
Helga Þórðardóttir frá Hrafnabjörgum. Hún ólst upp á Háafelli
hjá Finni hreppstjóra Sveinssyni og Þórdísi konu hans. En for-
eldrar hennar voru Þórður Þorsteinsson bóndi á Harrastöðum
og síðar á Glitstöðum í Norðurárdal og kona hans Guðrún
Hermannsdóttir. Hin hjónaefnin voru Guðmundur Einarsson
(búfræðingur) og Petrína Pétursdóttir.
Eg ætla nú að segja frá þessum merka atburði eins og hann
kemur fram í huga mínum eftir rúm 60 ár, en ég var tæpra 7
ára þegar þetta gerðist. Mikill viðbúnaður hafði verið síðustu
dagana fyrir brúðkaupið, mikið bakað, alikálfi slátrað og borð-
búnaður og áhöld fengin að láni frá næstu bæjum. Þó er mér
minnisstæðust sú breyting, sem varð á gömlu skemmunni, en
hún var útbúin sem veitingaskáli. Skemman var fjögra staf-
gólfa löng (hvert stafgólf var 3 álnir), 6 álnir á breidd og
manngeng undir bita. Veggir voru hlaðnir úr torfi og grjóti
neðan til, en streng og hnakkahnaus að ofan. Þakið úr þykku
torflagi hvíldi á sperrum og langböndum með þéttum áreftum.
Nú var allt lauslegt borið út úr skemmunni, hún sópuð og
hreinsuð eftir föngum og tjölduð innan með ábreiðum, bæði
veggir og mænir. A gólfið, sem var moldargólf, var borið fín-