Breiðfirðingur - 01.04.1993, Page 122
120
BREIÐFIRÐINGUR
sem lengst áttu að sækja að tínast að, svo sem systkini og for-
eldrar brúðarinnar, Helgu Þórðardóttur, en þau bjuggu á Glits-
stöðum í Norðurárdal eins og fyrr er sagt. Flestir veislugesta
komu þó að rnorgni.
Upp úr hádegi þegar næturgestir höfðu matast og aðrir
veislugestir fengið einhverja hressingu, var lagt af stað til
kirkju að Snóksdal, en þangað er aðeins um tveggja kílómetra
leið. Venjulega var farið gangandi til kirkju, en nú fóru flestir
á hestum. Er fólkið hafði lagað sig til var gengið til kirkju og
hjónavígslan hófst. Mér er minnisstæðast hvað mér þótti brúð-
irnar vel klæddar. Önnur var í grænum kyrtli en hin í svörtum.
Báðar voru með skautbúning, krókfald og hvíta slæðu er náði
niður á herðar og nefndist þá slör. Ekki man ég neitt af orðum
prestsins, en allt fannst mér þetta mjög hátíðlegt. Þegar heim
var komið var sest að snæðingi. Matreiðslukonur máttu ekki
vera að því að fara til kirkjunnar vegna anna, svo allt væri til-
búið þegar veislugestir kæmu.
Máltíðin tók alllangan tíma og síðan gekk fólk út og ræddi
sarnan.
Seint um kvöldið var svo sest að kaffidrykkju þar sem borð-
in svignuðu undir þeirra tíma kaffibrauði og fór þá að glaðna
yfir fólkinu, einkum þó eftir að púns var borið inn. Vöru þá
drukkin minni brúðhjónanna, haldnar ræður og sungið. Konur
drukku ekki áfengi og ekki unglingar. Það voru því aðallega
bændur sem fengu sér hressingu, en allt var það í hófi. Menn
urðu aðeins glóðglaðir. Ég man enn hvað nrér fannst ungu
stúlkurnar, systur Helgu, syngja vel og mér fannst þær vera
yndislegar.
Algengt var áður fyrr að förumenn mættu óboðnir þar sem
þeir vissu um mannfagnað og góðar veitingar, en upp úr alda-
mótunum 1900 voru þeir að hverfa úr okkar þjóðlífi, a.m.k. í
Dölum.
í þeirri brúðkaupsveislu sem hér um getur mætti þó einn
maður óboðinn, þó ekki gæti hann talist til förumanna. Var
það venja hans ef hann vissi um slíkan gleðskap að láta sig
ekki vanta þar og var honum allsstaðar vel tekið, því hann var