Breiðfirðingur - 01.04.1993, Page 125
SEXTUG FERÐAMINNING
123
lengri en hún sýndist vera. — Frá Glámu tók ég stefnuna á
norðurenda Reiphólsfjallanna. Gangfæri mátti kallast gott, en
allvíða varð ég að fara ofan í dalverpi og upp talsverðar brekk-
ur og mun því hafa tyllt mér niður annað slagið. Oljóst minn-
ist ég útsýnisins norður að Djúpi og víðar, en einhvernveginn
naut ég ekki umhverfisins þarna í einverunni.
Næst minnist ég þess, að ég settist niður við uppsprettulind
nyrst á Reiphólsfjöllunum, lauk við nestið, sem húsmóðirin á
Næfranesi hafði gefið mér, og drakk jafnframt svalandi lindar-
vatnið. — Þá var klukkan tvö. — Frá þessum stað sá ég Reyk-
hólasveitarfjöllin, sem í næturhúminu sýndust svo nálæg. Nú
hallaði undan fæti og ég tók á rás í suðurátt. Fyrir mér urðu þá
vötn eða tjarnir, sem ég fór vestur fyrir, en hefði átt að fara
austur fyrir. Þetla varð til þess að ég lenti niður í dal, sem ég
frétti síðar að var Þorgeirsdalur. — Þarna niðri í dalnum, í
morgunsólarhitanum, átti ég erfitt með að halda mér vakandi,
en ég þráaðist við og dreif mig upp úr dalnum og sá þá
Þorskafjörð í fyrsta sinn. Nú var að sjá mikið útfiri og ég
hafði heyrt getið um að fara vaðal, og líklega hef ég verið