Breiðfirðingur - 01.04.1993, Page 127
Halldór Ólafsson
Systurnar frá Stykkishólmi
í aldanna rás hafa hraustir sjómenn byggt við Breiðafjörð og
hann hefur líka tekið sinn toll.
A söguöld fórust þar m.a. Þorsteinn surtur, er áhaldalaus
fann sumarauka. Á seinni öldum fórst þar skáldið Eggert
Olafsson og á þriðja tug þessarar aldar fórst þar sá frægi skip-
stjóri og mikla hraustmenni Sigvaldi Valentínusson.
Þegar ég var ungur heyrði ég sögu um það þegar Guðmund-
ur, sýslumaður í Stykkishólmi, ásamt Snæbirni í Hergilsey,
ætluðu að taka enskan landhelgisbrjót og gengu um borð í
hann. Með á báti þeim, er flutti þá á vettvang, var Sigvaldi
Valentínusson og var sagt að hann hefði gripið járnstöng
mikla og ætlað líka um borð með hana, en sýslumaður hefði
bannað það og því fór Sigvaldi ekki með, en enski togarinn
sigldi með þá Guðmund sýslumann og Snæbjörn til Englands.
Er þeir komu aftur heim á sýslumaður að hafa sagt: „Ef Sig-
valdi hefði farið um borð hefði togarinn siglt til Stykkis-
hólms“.
Þetta minnti mig á ungan dreng, sem ávallt hugsaði um
hetjur fornaldar, Kára, Gunnar og Gretti.
En því miður var það nú svo, að þessi hrausti og góði
drengur bar beinin í Breiðafirði langt um aldur fram og eftir
var ekkja hans Guðlaug Jóhannsdóttir og þrjár fallegar dætur,
þær Ólöf, Þorbjörg og Gróa, og það eru einmitt þær, sem ég
minnist ávallt og um þær ætla ég að setja hér fáeinar endur-