Breiðfirðingur - 01.04.1993, Page 128
126
BR ElÐf- I RÐ [ NGU R
Hjónin ú Hamraendum: Guðmundur Baldvinsson og Gróa Sigvaldadóttir.
minningar — en eitt innskot áður. Bróður átti Sigvaldi, er hét
Oddur, hann var ekki síðri sjómaður og ég heyrði þegar ég var
unglingur í Dölum, að hann þekkti þangið á skerjum í Breiða-
firði, og þó einkum við innsiglingu í Hvammsfjörð. Oddur var
einnig á sjó í því aftakaveðri, er Sigvaldi fórst. Anna dóttir
Odds, sem nú lifir, sagði mér það, að þegar Oddur kom að
landi, spurði hann: „Er Sigvaldi bróðir kominn?“, honum var
sagt að svo var ei. Þá gekk hann þögull heim til sín. Þarna
fóru tvær hetjur sinn hvora leið.
En þetta var nú bara innskot, það eru dætur Guðlaugar og
Sigvalda, sem ég ætla að minnast hér örfáum orðum.
Eftir lát Sigvalda varð þröngt í búi hjá ekkjunni og dætrun-
um, en þær voru tápmiklar og létu ekki bugast. Gróa, sem var
yngst fór 15 ára að aldri í kaupavinnu að Kolstöðum í Miðdöl-
um til heiðurshjónanna Jóhönnu Magnúsdóttur og Guðlaugs
Magnússonar frá Gunnarsstöðum. Handan við Miðá á Hamra-
endum óx þá úr grasi ungur maður, Guðmundur Baldvinsson,
en hann og faðir rninn Olafur Br. Gunnlaugsson í Neðra-
Vífilsdal, voru bræðrasynir. Sem betur fór felldu þau hugi