Breiðfirðingur - 01.04.1993, Page 129
SYSTURNAR FRÁ STYKKISHÓLMI
127
Hjónin í Seljalandi: Þorbjörg Sig-
valdadóttir og Kristján Magnús-
son.
saman Gróa og Guðmundur á Hamraendum, giftust og hófu
búskap á Hamraendum árið 1931. Þeim Gróu og Guðmundi á
Hamraendum varð fjögurra barna auðið, Halldóru, Sigvalda,
Haralds Steinars og Baldvins Más.
Ég var of ungur, þegar Mundi frændi á Hamraendum
kvæntist Gróu að ég muni það, en foreldrar mínir voru ákaf-
lega ánægð með þennan ráðahag og það máttu þau vera,
vegna þess að Gróa var frábær hiisfreyja, eiginkona, móðir og
hinn besti granni. Gróa var alltaf óvenju hress og glöð og bar
utan á sér, að þar fór engin meðalkona.
í Stykkishólmi var þá Þorbjörg systir Gróu og að sjálfsögðu
heimsótti hún systur sína. Þá vildi svo heppilega —já ég segi
og meina heppilega — til að í Seljalandi í Hörðadal óx upp
ungur dáðadrengur, er hét Kristján Magnússon, frændi minn,
en faðir hans, Magnús Gestsson og móðir mín, Laufey Teits-
dóttir í Neðra-Vífilsdal voru bræðrabörn. Það fór svo vel að
þau Þorbjörg og Kristján felldu hugi saman og giftust 1932 og
hófu búskap í Seljalandi. Þeim Þorbjörgu og Kristjáni varð
fjögurra barna auðið, en þau eru Svanhildur Jóhanna, Magnús