Breiðfirðingur - 01.04.1993, Side 130
128
BREIÐFIRÐINGUR
Sigurgeir, Hólmfríður Kristín og Guðlaug Valdís. Þegar Þor-
björg féll frá í september 1981 setti ég saman nokkur orð um
hana og sagði þá að það hefði sólargeisli lýst upp Hörðadal-
inn, er Kristján frændi minn sótti brúði sína í Stykkishólm.
Það finn ég glöggt að var ekki ofmælt.
Svo sent að líkum lætur kom ég oft og tíðum að Seljalandi
— ungur drengur — og þar naut ég þeirrar blíðu og alúðar
sem einkenndi þessa sómakonu, Þorbjörgu í Seljalandi.
Og árin líða og við fluttum til Reykjavíkur, en ávallt hélst
hið góða samband við Seljaland og svo þegar börn okkar konu
minnar urðu fær lil að sjá sveitina hans pabba síns, kom ekki
til annar útsýnisstaður en Seljaland og ég minnist þess að
þegar sumra tók, vorum við foreldrarnir spurðir um það
hvenær ætti að fara í Seljaland.
En svo var það sl. vor um hvítasunnu, að við fórum með
barnabörnin í Seljaland. Jú þar var allt með sömu ummerkjum
og Þórutindur gnæfði yfir, Hörðadalsá niðaði og Tregasteinn
var á sínum stað, en það vantaði mikið, Þorbjörg og Kristján
voru gengin til feðra sinna.
Svo er ávallt ein kynslóð gengur og önnur tekur við, en
minningin um þau gengnu lifir og hún lifir misjafnlega glögg
og skýr, eftir því hvemig sá er lifði var og því er svo að minn-
ing mín og míns fólks er kristalstær um þær systurnar frá
Stykkishólmi, þær Þorbjörgu og Gróu. Þær báru af, það var
Dölunum mikil heppni, að tveir Dalasynir báru þá gæfu til að
giftast þessunt systrum. Þær fluttu með sér hlýjan blæ úr
Hólminum. Þær voru báðar frábærar húsmæður, eiginkonur,
mæður og voru vinkonur allra sem þeim féllu í geð og þeirra
vinátta fölskvaðist aldrei. Þau tryggðabönd, er þær bundu við
granna og frændfólk, rofnuðu aldrei, það get ég vottað per-
sónulega, því að bæði var ég í ættartengslum og vináttutengsl-
um við þær systurnar og þau héldu meðan þeim entist líf.
En ein systranna lifir — það er hún Olöf, sem í hárri elli
býr á Hrafnistu í Hafnarfirði. Hún giftist fyrst Ara Guðmunds-
syni frá Skálpastöðum og áttu þau 7 börn. Eftir lát hans giftist
hún Jóni Sigurðssyni, sem nú er látinn. Ekki er Olöf síðri en