Breiðfirðingur - 01.04.1993, Qupperneq 132
ÓlöfS ig valdadóttir
Ferðaminning
Þann 1. ágúst 1992 buðu Silli og Halldís mér til Stykkishólms,
lögðum af stað kl. 4. Á Kaldárbakkamelum var fjöldi fólks,
þar var samkoma vesturfrá um verslunarmannahelgina. Er að
Vegamótum kom var ákveðið að fara fyrir „Jökul“. Veður var
ágætt, skúrir voru þó, en þær fóru alltaf á undan okkur svo við
vorum í sólinni á eftir þeim. Við renndum niður að Búðum,
þar var allt fullt af bílum og fólki, og tjaldstæði sögð öll full.
Komum aðeins inn á snyrtinguna að Amarstapa, áfram niður
að Hellnum, drukkum kaffi er Halldís var með, þetta var
yndislegur staður, hafið var sem spegill, og kyrrð og blíða, en
ekki vildi ég vera þar í vestanátt. Áfram er haldið, er til Hellis-
sands kom þurfti Silli að líta eftir vélum sínum sem voru fyrir
ofan þorpið, búið var að mala stóra hauga í ofaníburð. Næst er
Olafsvík, og vinalega byggðin Fróðárhreppur, með Fróðá fyrst
með öll sín undur og drauga, þarna eru vegamótin upp á Fróð-
árheiðina, ill heiði á veturna. Fáir bæir eru í Fróðárhrepp, en
hlýleg byggð, Búlandshöfði brattur og hrikalegur. Nú birtist
Grundarfjörður, fallegt þorp með Kirkjufell, Mýrarhyrnu og
Eyrarfjall. Þetta er fiskibær, og lax í „Lárós“ sem gefur góðar
vonir. Nú komum við um Kolgrafarfjörð, grasivaxnar hlíðar
upp í topp, aðeins einn bær er þar, Kolgrafir eða Hvalgrafír.
Nú er hið tignarlega Bjarnarhafnarfjall í norðurátt, um
Mjósund er ágæt brú, þar er laxagildra, áður þurfti að fara inn
í botn Hraunsfjarðar, svo brú þessi stytti leiðina ntjög. Keyr-