Breiðfirðingur - 01.04.1993, Page 133
FERÐAMINNING
131
um um Berserkjahraun, komum í Helgafellssveit, um hugann
líður ljúf æskuminning, hestahagar eru í landi „Skjaldar“,
þangað lagði maður á sig að fara gangandi, t.d. á laugardögum
að sækja hest til útreiðar.
Oft voru böll að Skildi og gaman mjög þótt músíkin væri
aðeins ein harmonika. Nú blasir Helgafell við, fellið sem
„enginn óþveginn mátti líta“ þar spilaði ég við helgar tíðir í
nokkur ár. Bóndinn lét þess eitt sinn getið að allir strákar
kæmu til kirkju því orgelleikarinn væri ágætur. Séra Sigurður
O. Lárusson var presturinn, hann fermdi mig árið 1920. Eg
var í fyrsta fermingarárgangi hans, hann var prestur þar í 50
ár. Um Nesvog er farið, 19 hafa farist þar, en álög eru það þar
eigi 20 að farast, en hvenær hann hverfur veit enginn. Örstutt
er nú í Hólminn, nú er flugvöllur þarna og kirkjugarður
Hólmara, þar hvíla vinir og vandamenn. Er ég var organleikari
í Hólminum fylgdi ég mörgum hinstu gönguna og reyndi að
syngja „Eg lifi í Jesú nafni“, blessuð sé minning þeirra allra.
Við erum nú komin til Hótel Stykkishólms, fengum tvö indæl
herbergi, ég annað en þau hitt. Halldís var svo hugulsöm að
panta þau í norðurátt, svo ég sá út til eyjanna. Nú er ferðarykið