Breiðfirðingur - 01.04.1993, Page 136
134
BREIÐFIRÐINGUR
Thor Jensen átti þessa jörð í minni æsku og rak þar rausnarbú,
byggði stærstu fjárhús á íslandi sem enn standa þar, nú er
þarna tvíbýli og bændagisting, við förum niður að litlu kirkj-
unni þetta er kirkjustaður og þarna er mjög falleg girðing um
kirkjugarðinn, og kirkjunni mjög vel við haldið. Einu sinni í
minni æsku var ball í Bjarnarhöfn, það var í stóru pakkhúsi er
var niður við sjóinn, því allir aðdrættir að þessu stórbýli fóru
aðeins fram á sjó, aðeins reiðgata heim. Unga fólkið úr Hólm-
inum fór í mjög stórum vörubát er tók 50-60 manns, og svo
dró vélbátur vörubátinn, konunglega var skemmt sér. Þarna
var sonurinn Thor Thors og Gunnlaugur Briem að lesa undir
próf, þeir tóku innilega þátt í dansleik þessum. Nú er keyrt
glatt heim til Borgarness, dýrleg ferð á enda, þakka af hrærð-
um hug samfylgdina með kveðju til Halldísar og Silla.
P.S. Silli er Sigvaldi Arason, sonur minn, er verktaki og leggur
slitlag yfir vegi, en Halldís Gunnarsdóttir, kona hans, er
húsmæðrakennari í Borgarnesi.
Ó.S.