Breiðfirðingur - 01.04.1993, Page 142
140
BREIÐFIRÐINGUR
skorað væri á stjórnvöld að stuðla að því að smíðaðar yrðu
trillubátavélar hér innanlands. Hlátur var gerður að þessari til-
lögu, en ef betur hefði verið að gætt, var þessi tillaga vel fram-
bærileg.
Á þessum tíma hafði vélsmiðja Guðmundar Sigurðssonar á
Þingeyri þekkingu og tækni til þess að smíða svokallaðar
glóðarhausvélar. Danir framleiddu þá margskonar vélar en
voru ekkert betur settir en íslendingar með hráefni til slíks
iðnaðar svo sem kol og málma, höfðu aðeins verkkunnáttu
fram yfir okkur. Hefði þessi tillaga verið tekin alvarlega og
henni sinnt, væri ef til vill öðruvísi umhorfs hjá okkur íslensk-
um.
Eins og áður er getið hlóðust á Þórólf nrörg félagsmálastörf.
Hann var um áratuga skeið formaður ýmissa félaga. Hann var
upphafsmaður margra tillagna sem náðu fram að ganga. Á
honum mæddi framkvæmd þeirra oft mest, enda margoft falin
úrlausn mjög erfiðra mála. Hann lagði hverju góðu máli lið.
Þórólfur var vel heima í íslendingasögum og öðrum forn-
sögum og vitnaði oft í þær. Þar kvartaði einn kappinn um að
sverð sitt væri of stutt. Svar móður hans við því var þannig:
„Gakktu þá feti framar í orustunni.“ Þórólfur gekk þeim mun
fastar fram sem úrlausn mála var erfiðari.
Það er hreint með ólíkindum hverju Þórólfur gat sinnt og
hrundið í framkvæmd við þessi félagsmálastörf. Erfitt er að
meta hver voru gagnlegust, enda þróuðust þau stig af stigi og
styður hvað annað. Þó má geta sérstaklega myndun Ræktunar-
sambands Vesturdala sem Þórólfur átti hugmynd að og hratt í
framkvæmd.
Aðstaða Þórólfs til að sinna þessum málum var afar erfið
fyrst á árum. Hann bjó á sveitarenda og vegleysa í báðar áttir,
allar ár óbrúaðar, og fullkomið dagsverk að komast fram og til
baka í síma. í annan stað var Þórólfur haldinn mjög erfiðum
sjúkdómi því hann var astmaveikur. Hann hefur oft á tíðum
vogað heilsu sinni og jafnvel lífi á þessum ferðum sumar, vet-
ur, vor og haust.
í bókinni Bóndi er bústólpi sem út var gefin árið 1983 skrif-