Breiðfirðingur - 01.04.1993, Qupperneq 149
Þorsteinn Þorsteinsson
Nafnagáta eða bæjarvísur
um Laxárdal
Þorsteinn Þorsteinsson hét merkisbóndi einn, er bjó að Saurum í Laxárdal
um 5 ára skeið, 1804 til 1809, en þá féll hann frá, aðeins 49 ára gamall.
Hann var fæddur að Hömrum í Laxárdal, en foreldrar hans voru hjónin Þor-
steinn Jónsson, bóndi á Hömrum og kona hans María Jónsdóttir frá Hróð-
nýjarstöðum. Var því Þorsteinn Laxdælingur í báðar ættir, þótt ætt greindist
fljótlega víðar um sveitir.
Þorsteinn var gáfumaður talinn og hafði traust almennt, enda varð hann
fljótlega hreppstjóri Laxdæla. Bókað er um liann: „Dánumaður, vel að sér“.
Bera þau untmæli það með sér, að hann hafi staðið framarlega í bændastétt
síns umhverfis. — Talinn var Þorsteinn af gömlum Laxdælum mjög vel
skáldmæltur, en flest mun nú týnt af þeirn vettvangi. Ennþá lifir þó nafna-
gáta, sem hann samdi um bæjanöt'n í Laxárdal. Fer þar saman hugkvæmni
og kunnátta í feluleik orða og merkinga. Þó eru nokkur bæjaheiti, sem sá er
þetta ritar, kann ekki skýringu á, enda ekki málfræðingur eður fræðimaður
um gamalt mál og kenningar. Margt er nú einnig breytt málfarslega, eftir
nær 170 ár.
Þorsteinn var kvæntur Ingveldi Guðmundsdóttur frá Dönustöðum og áttu
þau eina dóttur, Sigríði, er síðar bjó á Saurunt.
Ofanritað er úr Safnaðarblaðinu Geisla, sem kom út í Hjarðar-
holti um 1970 og stóð fyrir því séra Jón Kr. Isfeld, en ekki hef
ég getað komist yfir eintak af blaðinu, heldur aðeins séð ljósrit
og get því ekki sagt í hvaða tölublaði og árgangi þetta birtist.
Þessi inngangur er undirritaður „H. J.“ sem vafalaust er Hall-
grímur Jónsson frá Ljárskógum.
Þorsteinn, höfundur nafnagátunnar, fékkst eitthvað meira