Breiðfirðingur - 01.04.1994, Síða 31
LIÐIN TIÐ
29
degi, og var þá sleginn smáblettur í hlaðvarpanum. Sumsstað-
ar var keppt að því, þar sem þannig stóð af sér að íbúðarhúsin
stóðu í túninu, að losa þau, það var að slá í kringum þau. Eftir
helgi þá er borið hafði verið út byrjaði heyskapurinn af alvöru.
Þá voru ungir sem aldnir komnir með orf og ljá í höndurnar, já
ekki mátti gleyma brýninu, því oft þurfti að brýna, ég tala nú
ekki um ef þurkatíð var, og tún voru sendin. Þeir voru ekki all-
ir háir í loftinu sláttumennirnir á þeim tímum, en áhugann
vantaði ekki, að minnsta kosti ekki fyrstu dagana. En oft vildi
nú heldur draga úr áhuganum þegar líða tók á sumarið, því
heyskapurinn stóð lengi í þá daga.
Öll heyöflun var framkvæmd með orfi og ljá og öllu heyi
rakað saman með hrífu og sett í flekki jafnóðum og það var
losað. Þegar flekkurinn var orðin nógu stór, var hann lagður í
rifgarðana. Var það gert til þess að þegar þurkur var þornaði
túnið á milli rifgarðanna og vindur blés í þá, en svo er rifjað
var aftur féll rifgarðurinn á þura jörðina. Flekkurinn var rifjað-
ur af og til ef þurkur hélst. Er hann var orðinn þur var hann
saxaður upp og karlmennirnir báru föngin saman í galta.
Þannig var farið með heyið sem losað var fyrst og átti að fara
undir í hlöðuna eða heystæðið. Það átti að standa um tíma á
galtanum og ryðja sig, svo síður væri hætta á að það hitnaði of
mikið. Það var mikil og erfið vinna og því oft langur vinnu-
dagur að heyja mikið hér áður og þó sérstaklega í óþurkatíð.
Það var kannske nýbúið að rifja allt hey sem laust var, þá
rigndi. Nú þá var að bíða þar til að af því tæki aftur, þá var
byrjað uppá nýtt og rifjað allt aftur. Svona gat þetta gengið
dögum saman jafnvel vikum saman, að vinna alltaf upp sama
verkið aftur og aftur. En sárast þótti mönnum að sjá þetta in-
dæla túngresi verða að hálfgerðu ómeti.
Þegar búið var að þurka og taka uppí galta nokkuð mikið af
heyi, var tekin góðviðrisdagur og heyið bundið og sett í hlöðu
eða uppí tóftarstæðið, því hlöður komu ekki almennt fyr en
síðar er kom fram yfir aldamót.
Allt hey var bundið í reipi og borið á bakinu eða reitt á
hestum að heystæðinu. Allir sem gátu valdið hrífu kómu til