Breiðfirðingur - 01.04.1994, Page 32

Breiðfirðingur - 01.04.1994, Page 32
30 BREIÐFIRÐINGUR hjálpar við að taka saman og hirða heyið og koma því í hlöðu eða garðann. Það þurfti ekki að ýta undir fólkið til þess, allir vildu vinna að þessum lokaþætti, þótt hann væri í áföngum. Strax og tún höfðu verið slegin, var byrjað á engjunum. Ef um blautar engjar eða flóa var að ræða varð að raka heyinu saman og setja það í fangaknippi á þuran stað svo mesta væt- an gæti sigið úr því. Oft var karlmaður látinn aðstoða kven- fólkið við rakstur í blautum flóum. Voru þeir látnir bera ofan af fyrir rakstrarkonunum. Síðan var heyið bundið og reitt heim á tún til þurkunar, var það kallað að binda og reiða votaband. En svo voru til harðvellisengjar, þar var heyið oftast þurkað á staðnum. Oft var heyskapnum og öllum frágangi við heytóftir ekki lokið fyr en um réttir, því það var ekki hægt að tyrfa heystæð- ið fyr heldur en það var búið að síga. Því ef heystaðið sé mik- ið og breytti lögun sinni þurfti að bera ofan í það. Því hey- stæðið varð að hafa sína ákveðna lögun, svo það verði sig fyr- ir allri úrkomu og veðrum. Útilegur við heyöflun þekktist ekki í minni sveit, því engjar bæði þurar og blautar lágu útfrá tún- unum. Amboð Mér finnst rétt að geta þeirra verkfæra sem þá voru notuð við heyöflunina. Þótt þau séu ekki að öllu leyti horfin þá verður þess varla langt að bíða að þau hverfi að öllu leyti. Sum eru nú þegar horfin eins og t.d. reiðingur, reipi og torfristuljár. Öll gengu heyvinnsluverkfærin undir einu nafni og voru kölluð amboð. Orfið var grannur stautur, ekki í ákveðinni lengd, heldur miðaðist lengdin við stærð sláttumannsins. Það þótti hagkvæmara að hann þyrfti ekki vera lotinn við sláttinn. Því þótti það betra að orfið væri í lengra lagi. A orfinu voru tveir hælar sem haldið var um þegar slegið var. Efri endi orfsins var látinn liggja í vinstri olnbogabót, en á neðri endanum var Iján- um fest við orfið með járnhólkum. Hólkunum var smokkað uppá orfendann, síðan var þjóinu (en svo nefndist aftasti endi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.