Breiðfirðingur - 01.04.1994, Page 72
70
B R E 1 Ð F 1 R Ð I N C. U R
Hrappsey. Hoift í austur. Fellsströnd íbaksýn. Ljósm. Jón Karl Snorrason.
leið og einhver hreyfði sig í rúmunum uppi, brakaði í gömlum
viðunum.
Þetta kvöld háttaði ég eins og vant var. Herbergið var, eins
og áður er sagt, innar af gestastofunni. Það var langt og mjótt
með fjögra rúðu glugga á enda þess og dýpri gluggatóft. Ef
maður leit út um gluggann, blasti við „Alfhóll“ en um hann
hafði ég heyrt ýmsar sögur, áður en ég fór heiman að. Rúmið,
sem ég svaf í, var til hliðar við gluggann, en undir honum stóð
lítið borð með olíulampa. Eg slökkti nú Ijósið, þegar ég var
háttuð, og stakk eldspýtnastokki undir koddann minn. Svo las
ég bænirnar mínar og hugðist sofna. En því miður fann ég, að
ég myndi ekki geta sofnað. Allar kynjasögurnar, sem ég hafði
heyrt, vildu ásækja mig. Eg breiddi sængina upp yfir höfuð,
en kófsvitnaði, og varð þá að líta út í herbergið undan sængur-
horninu.
Úti blés vindurinn, enda var útsynningur, og stóð upp á
gluggann. Loftið var skýjað, en tunglsljós, og óð tunglið í
skýjum. Varð við það hálfrokkið í herberginu, en dimmt á
J