Breiðfirðingur - 01.04.1994, Page 89

Breiðfirðingur - 01.04.1994, Page 89
M I N N I N G A R 87 Þetta var rétt áður en „Titanicslysið“ fréttist. Seinna þóttist ég í draumi sjá 4 tungl á lofti. Daginn eftir fréttist að bátur hefði farist og 4 menn drukknað. Haustið 1923 þóttist ég standa á hólnum heima við húsið í Nesi og sá sólina skína glatt yfir Barðastrandarfjöllunum. Hún var fyrst lágt á lofti, en hækkaði óðum, og gekk hratt til austurs yfir norðurloftið, beint yfir Stykkishólm. Var því lfkast, sem hún myndi setjast í austri. Ég varð hrædd og hélt að nú kæmi heimsendir, þar sem ég áleit - í draumnum - að jörðin væri farin að snúast öfugt. Þegar sólin var um það bil komin á þann stað í austrinu, sem hún venju- lega var nokkru eftir sólarupprás, varð ég rólegri og hélt að nú væri þetta liðið hjá. Draumurinn varð ekki lengri. En um veturinn 1924 fórst bátur með allri áhöfn, sjö mönnum héðan úr Stykkishólmi. Sex af þeim voru búsettir hér í Hólminum, einn af Skógar- strönd, en öllum hér varð þá harmur í huga. Skipstjóri hét Sig- valdi Valentínusson afburðasjómaður og ágætur maður. Þannig gæti ég talið upp marga fleiri drauma, sem voru eins og tilkynningar um atburði ókominna tíma. En þetta er nú svo sem ekkert einsdæmi, og margir gætu sjálfsagt sagt frá öðru eins. En einum draumi vil ég samt ekki gleyma þótt ýmislegt sé kallað rugl. Það var árið 1927, veturinn eftir að ég kom heim úr náms- för um Norðurlönd. Ég ætlaði að verða ósköp dugleg að kenna og nota þær nýjungar, sem ég hafði lært í ferðalaginu. Þá var ég kennari á Patreksfirði. En því miður varð ég þá lasin. Heilsan varð ekki nógu sterk. Ég fékk kvef og hita, sem ekki vildi batna, og læknirinn sagði ég ég hefði berkla í vinstra lunga og yrði að hætta kennslustarfi. Presturinn var fenginn til að kenna í skólanum fyrir mig, en ég lá í rúminu mjög hnugg- in yfir því að þurfa að hætta starl'i á besta aldri, og vera búin að eyða hálfu öðru ári til þess að afla mér meiri þekkingar og æfingar í kennslustarfi. - En þá kom mér allt í einu hjálp í draumi. Ég þóttist vera stödd í Reykjavík og með mér var faðir minn. Við vorum stödd nálægt „Vinaminni" þar sem sr. Har-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.