Breiðfirðingur - 01.04.1994, Side 103
FÖÐURLANPIÐ IIESTA
101
Feður úthella forsi og hrœði
Það vekur athygli að ættjarðarkvæði eru engin í ljóðabók
Guðbjargar. Að minnsta kosti ekki í hefðbundnum skilningi.
Föðurland hennar er nefnilega ekki af þessu heimi, heldur hjá
föðurnum á himnum. I ljóði eftir ljóði teflir hún saman þess-
um tveimur heimum, feðraveldi samfélagsins sem hún hafnar
og föðurvaldinu á himnum sem er hennar endanlegi og ákjós-
anlegi samastaður. „Á jörð er hvergi frið að fá, / fleiri ásaka en
hugga þá“ (bls. 4), segir í ljóðinu „Á fimmtugasta afmælis-
degi“, þar sem hún sem oftar líkir lífi sínu við útlegð: „Fimm
tygi um ferðir aldurs núna / útlegðar minnar hjer af leið“ (bls.
4). Á öðrum stað rímar „útlegðarstandið“ við „blessaða land-
ið“ (bls. 22), og samfélagið er ýmist „illfús heimur“ (bls. 12),
„hryggðar vegur“ (bls. 5) eða „hryggðar svæði“ (bls. 17). Oft
notar hún andstöðurím til áréttingar, eins og t.a.m. þegar hún
lætur „land hryggða“ ríma við „himneskra byggða“ (bls. 26).
„Hrelling, kvöl, skjálfti, hryggð og pína“ (bls. 7) einkennir
samfélagið í „Stríðs-andvarpi“, og það er þar sem hún liggur
„flöt á hryggðar svæði, / hjálpar þurfandi Drottinn minn“
(bls. 7). Slíkt samfélag á ekkert skylt við hið eina og sanna
„föðurland“ (bls. 22), sem er „á himnum“ (bls. 22). Orðið
„föðurland“ kemur fyrir víðar í ljóðum hennar og alltaf
í þessari sömu merkingu. I eftirmælum talar hún um sælar
sálir:
sent hjer frá heimsins veru
heim eru kallaðar
í föðurlandið fríða
frelsarinn oss sem bjó. (Bls. 17)
I öðrunt eftirmælum er dóttir látin segja við látna foreldra
sína, að „innleidd þið eruð nú / í föðurlandið bezt“ (bls. 27). I
ljóðinu „Hugmynd“, með undirtitlinum „Við sorglegt tækifæri
árið 1873“, er öll fjölskyldan samankomin í sælulandi fram-
liðinna. Er það ort í orðastað ekkils sem misst hefur tvær kon-
un „Blessaðar mín nú bíða / brúðir tvær framliðnar |. . .]“: