Breiðfirðingur - 01.05.2015, Side 179

Breiðfirðingur - 01.05.2015, Side 179
BREIÐFIRÐINGUR 179 mætti kalla gerði, er um 8x6 m að innanmáli og er hlaðið úr hraungrýti (sjá mynd 6 hér að ofan). Þessar réttir eru bersýnilega af allt öðrum toga en fjárskilaréttir með dilkum og tilheyrandi umbúnaði. Því er ljóst að fornar fjárskilaréttir hafa ekki verið ýkja frábrugðnar þeim réttum sem þekkjast enn þann dag í dag og flestum eru kunnar, með miðlægum almenningi og dilkum sem ganga út frá honum. Hafi verið forn rétt í Hraundal ætti því ekki að vera erfitt að gera sér í hugarlund hvernig innrekstri og dilkadrætti hafi líklega verið háttað þar. Þegar skoðuð er yfirlitsmynd af öllum þeim fornleifum sem skráðar voru í Hraundal mætti e.t.v. við fyrstu sýn halda að hraunhvammurinn sjálfur væri almenningurinn og að rústirnar í honum væru dilkarnir. Þegar betur er að gáð kemur sú túlkun hins vegar vart til greina. Ef hraunhvammurinn sjálfur hefði verið almenningurinn þá hefði þurft að loka mynni hans á einhvern hátt og það eitt hefði verið heljarinnar verk því mynnið er um 40 m á breidd. Einnig er hvammurinn í raun of stór til að geta nýst sem almenningur, menn hefðu þurft að elta féð langar leiðir, fram og til baka og í hringi í hvamminum því að langt er á milli hraunbrúnanna þar sem hægt hefði verið að króa féð af til að ná því. Sú kenning Þorleifs að almenningurinn hafi verið ein af rústunum sem skráð var (rúst 14:4 á mynd 7) og dilkarnir hinar rústirnar stenst heldur ekki skoðun. Í því er helst tvennt sem líta ber á. Það fyrsta er að mjög langt er á milli meints almennings og dilkanna, að jafnaði um 30 m, svo langt að það hefði gert út af við hvern mann að draga allt sitt fé þar á milli, jafnvel þótt berserkir Styrs hefðu verið fengnir til verksins. Hitt er að rústir meintra dilka eru í flestum tilfellum of smáar til þess að geta rúmað margt fé. Ljóst er því þegar litið er til bæði staðsetningar og fornleifanna sjálfra að ekki er hægt að komast að annarri niðurstöðu en að sú tilgáta að þarna hafi verið forn fjárskilarétt haldi ekki. Þá standa þó eftir tvær spurningar. Annars vegar: af hvaða toga eru rústirnar í Hraundal? Hins vegar: hvar hefur rétt sú sem sagt er frá í Eyrbyggja sögu verið staðsett? Selstaðan í Hraundal Eins og áður hefur komið fram teljum við að rústirnar í Hraundal séu forn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.