Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Side 15

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Side 15
J ó n S i g u r ð s s o n s n ý r a f t u r TMM 2010 · 3 15 hlynntur inngöngu Íslands í Evrópusambandið þar sem hann hafi verið „eindreginn viðskiptafrelsissinni“. Andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu hafi hins vegar lítt eða ekkert leitað í smiðju til Jóns Sigurðssonar. Sverrir telur að takmarkanir Jóns sem þjóðhetju birtist einna skýrast í því að hann sé „karlhetja“ sem hafi viljað „móta Íslendinga fram­ tíðarinnar í anda frjálslyndra, borgaralegra og karllægra gilda“. Efast megi um hvert sé notagildi þjóðhetju sem hafi litið á konur fyrst og fremst sem tilfinningaverur. Helmingur þjóðarinnar hafi því ef til vill lítið til Jóns að sækja. Hann hefur engu að síður staðist tímans tönn nokkuð vel sem þjóðhetja og „staða hans meðal þjóðarinnar er ennþá traust“, skrifar Sverrir sem slær botn í grein sína með eftirfarandi orðum: „Nú er að sjá hvort kynslóðin sem er að vaxa úr grasi verður sú sem loksins gleymir Jóni Sigurðssyni.“ Hann var Íslendingur Allt frá því að Jón Sigurðsson var lagður til hinstu hvílu fyrir rúmum 130 árum hefur hann verið partur af íslenskri stjórnmálaumræðu. Jón var reyndar þjóðhetja strax í lifanda lífi. Þegar Þjóðólfur, helsta málgagn Íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni eftir miðja 19. öld, sagði frá andláti Jóns var hann nefndur „forseti Íslendinga“.3 Þetta orðaval segir meira en mörg orð. Síðan hefur forseti þjóðarinnar gengið aftur í fleiri ræðum og ritum en tölu verður á komið. Og Íslendingar hafa leitað liðsinnis Jóns á ögurstundum í sögu þjóðarinnar, einkum þegar mikið hefur legið við í samskiptum við aðrar þjóðir. Fram yfir aldamótin 1900 var þó jafnan ekki haft mikið við á fæðingardegi forseta. Það breyttist á heimastjórnarárunum þegar vakn­ ing varð meðal þjóðarinnar og heit þjóðernishyggja fór eins og eldur í sinu um landið. Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur og ævisöguritari, segir að vegleg hátíðarhöld í tilefni af afmæli Jóns hafi í fyrsta sinn farið fram í Reykjavík 17. júní 1906. Það voru „stjórnarandstæðingar“ sem efndu til hátíðarhaldanna og þeir ætluðu sér, skrifar Guðjón, „að gera Jón Sigurðsson að sínum manni og tákni fyrir sjálfstæðisbaráttu komandi ára“.4 En stjórnarsinnar, heimastjórnarmenn, litu líka á Jón Sigurðsson sem sinn mann og sýndu það meðal annars með því að leggja blóm á leiði Jóns í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu. Það varð aftur á móti áköfum stjórnarandstæðingi tilefni til að saka heimastjórnarmenn um að misnota nafn „þjóðskörungsins og þjóðhetjunnar“ og reyna að telja alþýðu trú um að þeir væru hinir sönnu „frelsispostular“ þessa lands.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.