Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Síða 62

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Síða 62
J o r g e L u i s B o r g e s 62 TMM 2010 · 3 – Mamma er heil heilsu og hefur það gott í húsinu sínu á Charcas y Maipú í Buenos Aires, en pabbi dó fyrir um þrjátíu árum. Hann var hjartveikur en heilablóðfall dró hann til dauða. Vinstri höndin ofan á þeirri hægri var eins og barnshönd á hendi risa. Hann beið óþreyjufullur eftir dauðanum, en kvartaði ekki. Amma okkar hafði dáið í sama húsi. Nokkrum dögum fyrir endalokin kallaði hún á okkur öll og sagði: „Ég er mjög gömul kona sem er að deyja hægt og rólega. Ég vil ekki að neinn æsi sig yfir svo eðlilegum hlut.“ Norah systir þín gifti sig og á tvö börn. Já, vel á minnst, hvernig hafa þau það heima? – Gott. Pabbi segir alltaf sömu brandarana sem beinast gegn trúnni. Í kvöld sagði hann að Jesús hefði verið eins og kúrekarnir sem vilja ekki skuldbinda sig og þess vegna hafi hann predikað með dæmisögum. Hann hikaði og sagði svo: – Og þér? – Ég hef ekki tölu á bókunum sem þú munt skrifa, en ég veit að þær eru of margar. Þú skrifar ljóð sem veita þér ánægju sem þú getur ekki deilt með öðrum og smásögur í ætt við fantasíur. Þú kennir eins og pabbi þinn og margir aðrir í fjölskyldu okkar. Ég var feginn að hann spurði ekki um viðtökur bókanna. Ég breytti um tón og hélt áfram: – Hvað varðar mannkynssöguna … Það var háð annað stríð þar sem nokkurn veginn sömu andstæðingar börðust. Frakkland var ekki lengi að gefast upp. England og Ameríka börðust við þýskan einræðisherra sem hét Hitler, hin síendurtekna orusta við Waterloo. Í kringum 1946 gat Buenos Aires af sér annan Rosas, ansi líkan skyldmenni okkar. Árið 1955 kom Córdobahérað okkur til bjargar, eins og Entre Ríos áður. Nú lítur þetta ekki vel út. Rússar eru að slá eign sinni á heiminn; Ameríka lætur lýðræðisgrillur hefta sig og getur ekki ákveðið hvort hún eigi að verða heimsveldi. Landið okkar verður sveitalegra með hverjum deg­ inum sem líður, sveitalegra og sjálfumglaðara, eins og það væri með lokuð augun. Það kæmi mér ekki á óvart að latínukennslu yrði skipt út fyrir guaraníkennslu. Ég tók eftir því að hann veitti mér naumast athygli. Frumstæður ótti við hið ómögulega, sem samt er, skelfdi hann. Ég, sem er ekki faðir, fann fyrir skyndilegri væntumþykju í garð þessa vesalings drengs, sem var nánari mér en sonur af mínu eigin holdi og blóði. Ég sá að hann hélt á bók. Ég spurði hver hún væri. – Hinir andsetnu, eða að ég held, Djöflarnir eftir Fjodor Dostojevskíj, svaraði hann, ekki laus við hégóma. – Minningin um hana hefur dofnað. Hvernig er hún?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.