Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Page 71

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Page 71
K á s e r í u m S t u r l u Þ ó r ð a r s o n , h ö f u n d N j á l u TMM 2010 · 3 71 virki dregur sá sem söguna ritar enga dul; má það meðal annars sjá af því að það er talið vegendum Gunnars á Hlíðarenda til mannkosta að það hvarflaði ekki að þeim að brenna hann inni; það voru höfðingjar og göfugmenni. Ólíkt Flosa. Og þarf raunar ekki að hafa um það fleiri orð; fátt er verr til þess fallið að heiðra minningu um forföður en að skrifa heila bók þar sem stórglæpur hans er í miðþyngdarstað. Og raunar auðvelt að finna aðrar og nærtækari skýringar á því hvers vegna jafn flinkur og listfengur höfundur gefur slíkri persónu mannlega drætti; það hefði til að mynda ekki rímað vel við stórmennsku eða hreinlega helgi hjónanna á Bergþórshvoli ef þau hefðu verið myrt, svæld inni eins og melrakkar á greni, af venjulegum hrottum og brunnmigum; það gerir þau auðvitað stærri að sá sem stóð yfir höfuðsvörðum þeirra er frekar í sporum tragísku hetjunnar sem á tvo kosti og báða illa; brenna þau inni eða sitja ella aðgerðarlaus undir frýjunarorðum frænku sinnar og baðaður blóði saklauss manns. En þetta með hneigðina kemur okkur á sporið. Má einhversstaðar lesa úr Njálu afstöðu til lykilmanna í borgarastríði 13. aldar? Með lítilli einföldun má segja að meginstríð aldarinnar hafi staðið á milli Sturlungaflokksins annarsvegar, og svo hinsvegar bandalags Ásbirninga og Haukdæla undir forystu Kolbeins unga og Gissurar Þorvaldsssonar. Kolbeinn og Gissur eru höfuðfjandmenn Sturlunga; þeir drepa feðgana Sighvat og Sturlu og þá bræður á Örlygsstöðum, láta meðal annars leiða þann yngsta barnungan til höggs út úr Miklabæjar­ kirkju, þeir standa fyrir morðinu á Snorra Sturlusyni, þeir svíkja Órækju og Sturlu Þórðarson við Hvítárbrú; Kolbeinn stendur einu sinni fyrir herför í Dalina með það yfirlýsta markmið að drepa Sturlu Þórðarson. Og þannig mætti lengi telja. Þannig vill til að við báða má finna einkennileg tengsl í Njáls sögu. Þegar Gissur er kynntur til sögu á unga aldri í Sturlungu er dregin upp nákvæmlega sama senan og þegar skaðræðiskvendið Hallgerður Lang­ brók er leidd fram á sviðið í Njálu; faðir þeirra beggja er stoltur að sýna barnið sitt, vill fá hrósyrði, en fær mjög tvíræð svör; þeim sem fyrir svörum verða líst illa á augnaráð barnanna. En um tengsl Kolbeins unga við Njálu er það að segja að þegar verstu skítmenni sögunnar eru kynnt, feðgarnir Valgarður grái og Lyga­Mörður, er klykkt út með því að segja að frá Valgarði sé runninn Kolbeinn ungi. Þannig að ef beitt er þessari aðferð til að finna uppruna Njálu beinist kastljósið beint vestur í Dali til Sturlunganna. Það eru ýmsar fleiri augljósar hliðstæður á milli Njálu og Íslendinga­ sögu Sturlu (og fleiri af hans verkum raunar) en hér hafa verið nefnd; til
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.