Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Page 72

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Page 72
E i n a r K á r a s o n 72 TMM 2010 · 3 að mynda má segja að báðar sögurnar nái hámarki í alveg samskonar atburði: íslenskt stórbýli er umkringt af fjandmannaflokki sem reynir að brjóta sér leið inn í húsin án árangurs því að þeir sem fyrir eru verjast af mikilli hörku í gluggum og dyragættum; árásarmenn eiga þá tvo kosti, frá að hverfa eða bera eld að húsum, og velja þann síðari. Í aðdraganda verknaðarins, eftirmálanum eftir hann og raunar atburðum sem verða við sjálfan brunann í báðum bókum eru margar merkilegar samsvaranir. Má þar nefna að það sem rekur foringja brennumanna til óhæfuverkanna í báðum bókum, þá Flosa og Eyjólf ofsa, eru frýjunarorð konu; án þeirra hefðu líklega náðst sættir án blóðsúthellinga. En í eftirmálanum eftir Flugumýrarbrennu í Sturlungu er einnig að finna stórmerkilegan enduróm úr Njálu. (Eða öfugt? …) Það er í lýsingunni á Oddi Þórarinssyni, sem þá birtist á sviðinu. En þar blasir við öllum hve hann minnir á Gunnar á Hlíðarenda úr Njálu, og þá ekki bara í frægum útlitslýsingum sem eru sláandi líkar heldur ýmsu öðru, eins og til dæmis frásögn af banadægri Odds er hann verst lengi einn og af miklum hetjuskap gegn flokki vopnaðra fjandmanna. Og raunar mun þetta atriði, hin augljósu líkindi á milli Gunnars og Odds, vera eitt það sem helst kveikti í huga Barða Guðmundssonar þá sann­ færingu að það myndi hafa verið Þorvarður Þórarinsson, bróðir Odds, sem skrifaði Njálu, og þá með þeim rökum að þegar þurfti að draga upp mynd af hraustustu hetju og helsta glæsimenni Njálu hafi höfundurinn séð fyrir sér sinn glæsta en fallna bróður. Enn vil ég endurtaka að Barði flytur sitt mál af miklum kænleik og visku. En verð líka að segja aftur að hann verður að taka á sig stóran krók framhjá Sturlu Þórðarsyni höfundi Íslendingasögu til að komast að þeirri niðurstöðu sem hann kýs sér. Öll vitum við, unnendur bókmennta, að afkastamiklir höfundar eiga í sínum vopnalager mann­ lýsingar sem þeir margnota í sínum bókum; ég læt mér nægja að nefna góðmenni Dostójevskís og taóista Halldórs Laxness, en dæmin eru auðvitað mýmörg. Fyrsta skýringin og hin augljósasta á því að sama mannlýsing og samskonar orðalag sé að finna í tveimur bókum er auðvitað sú að þar stýrir sami maður stílvopninu. Svo einfalt er það.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.