Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Side 107

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Side 107
Á d r e p u r TMM 2010 · 3 107 hennar herðar í seinni tíð, já og þeirra miklu fjármuna sem renna til hennar í gegnum ríki og Lottó, þarf hreyfingin að móta víðtæka hugmyndafræði – og það ekki bara á pappír – hugmyndafræði sem tekur á árásargirni, sem fæst við sigur og tap, bekkjarsetu og meiðsli, jafnt sem hegðunarmynstur, uppeldi leiðtoga, samvinnu, frumkvæði, öfund, einelti, já og síðast en ekki síst skort á hreyfigetu. Síðan þarf að miðla þessari hugmyndafræði með markvissum hætti til þjóðarinnar. Íþróttahreyfingin þarf að gera sér grein fyrir því hvernig starfsemi hennar speglast úti í samfélaginu, hvaða áhrif hún hefur á samfélags­ gerðina, spyrja sig t.d. hvort hún hafi átt einhvern þátt í bankahruninu með áherslum sínum. Hún þarf að skoða fyrirbærið keppni og spyrja sig hvort hún sé alltaf betri en samvinna og hugsa ég þar sérstaklega til yngri flokkanna. Hún þarf að skoða ofuráhersluna á sigur og spyrja sig hvort hún sé rétt og hvaðan sú áhersla er sprottin. Getur hugsast að sigurvegarar forheimskist eins og þýski Nóbelsverðlaunahafinn Günter Grass sagði einu sinni? Hvernig ber annars að skilja öll þau heimskulegu svör sem sigurvegarar gefa iðulega í viðtölum, full af sjálfbirgingshætti og yfirlæti? Ekki eru þau alltaf góð auglýsing fyrir íþrótta­ hreyfinguna eða hugarástand þeirra sjálfra. „Við vildum slátra þeim í fyrri hálfleik“! Er einhver alvöru heilastarfsemi þarna eða er þetta bara talandi skepna? Nú veit ég að menn tala ekki í eiginlegri merkingu en það þarf ekki að þýða að eiginlega merkingin skíni ekki í gegn. Sigur er nefnilega alltaf á kostnað einhvers annars og sú átakanlega staðreynd blasir við að annað liðið tapar oftast. Að mínu mati gengur of margt í umgjörð íþrótta, einkum flokka­ íþrótta, út á að gera lítið úr andstæðingnum, eins og markmiðið sé að niður­ lægja hann. Það er púað á leikmenn, fagnað þegar þeir brenna af, og svo er það sigurhringurinn sem ungir leikmenn neyðast stundum til að horfa upp á daprir í bragði og er í senn til að fagna góðum árangri og úa á liðið sem tapaði. Samt er enginn sigur án mótherja. Margt í umgjörðinni er semsé ógeðfellt, mannfjandsamlegt og skrýtið. Af hverju hrósum við yfirleitt bara öðru liðinu fyrir lagleg tilþrif? Þetta gerist að því er virðist án þess að farið sé í heimspekilegar pælingar um skepnuna í okkur, án þess að spurt sé hvað það þýði að sigra og tapa. Hvers vegna vilja flestir sigra? Er maður verri manneskja þótt maður tapi? Hvað er að því að vera númer tvö eða þrjú, já eða í neðsta sæti? Af hverju er efnt til hug­ rænna námskeiða um árangur afreksmanna? Af hverju er árangur skilgreindur svona þröngt? Er það ekki jafn mikill árangur eða jafnvel meiri að of þungur einstaklingur drífi sig frá sjónvarpinu og hlaupi þrjá kílómetra þótt það taki hann klukkutíma? Það gæti komið í veg fyrir tapaðar vinnustundir og háan sjúkrakostnað, og aukið lífsgæði almennt. * Það er auðvitað margt gott við íþróttir, og án þeirra vildum við alls ekki vera, þær eru t.d. eins konar esperanto, tungumál sem hægt er að nota hvar sem er í heiminum. Þær geta sameinað fólk, þær veita ómetanlega útrás, stæla líkama og sál og svo eru þær gott umræðuefni, einkum þó meðal karlmanna. En er
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.