Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Qupperneq 116

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Qupperneq 116
D ó m a r u m b æ k u r 116 TMM 2010 · 3 Greinasafn um Gerði Eins og alþjóð er kunnugt heldur Listasafn Kópavogs utan um listræna arfleifð Gerðar Helgadóttur og hefur sinnt henni af myndarskap á undanförnum árum með reglulegum sýningum af þematískum toga, útgáfu rita um verk listakon­ unnar og alþjóðlegu málþingi, svo fátt eitt sé nefnt. Nú hefur safnið sent frá sér ritgerðasafn í stóru og veglegu broti, þar sem fræðimenn og listamenn fjalla um afmarkaða þætti í listsköpun Gerðar. Þar er sérstakur fengur að aðkomu erlendra fræðimanna á borð við Françoise Perrot og Caroline Swash, sem hafa upp á aðra sýn og þekkingu að bjóða en íslenskir kollegar þeirra. Hér fjallar Ásdís Ólafsdóttir einnig um rýmishugsun Gerðar, áðurnefnd Perrot um dvöl listakonunnar á þekktu glerverkstæði í París, Swash um steint gler hennar og þær Guðbjörg Kristjánsdóttir og Elísa Björg Þorsteinsdóttir um merkingu Skálholtsglugganna frægu. Síðan er í bókinni dáldið öðruvísi umfjöllun gagn­ rýnandans og myndlistarmannsins JBK Ransú um guðspekinginn Gurdijeff og Gerði. Elín Pálmadóttir rekur lestina með samantekt um vinskap þeirra Gerðar. Þessum ritgerðum á tveimur og þremur tungumálum fylgja stórar og frábærlega vel prentaðar myndir af verkum Gerðar frá öllum tímaskeiðum í list hennar. Því miður eru ritgerðasöfn um staka myndlistarmenn fáséð á Íslandi; í svipinn man ég einungis eftir litlu greinasafni sem gefið var út af Listasafni Reykjavíkur í tilefni af aldarminningu Kjarvals 1985 og bókinni Hugarorka og sólstafir sem Listasafn Íslands gaf út vegna yfirlitssýningar á verkum Jóns Gunnars Árnasonar 1994. Greinarnar um Gerði innihalda misjafnlega mikið nýnæmi; umræðan um rýmisskynjun listakonunnar er að sönnu kunnugleg, en Ásdís bætir heilmiklu við hana af heimildum. Mest af óþekktu efni er að finna í greinunum um steint gler Gerðar, bæði tæknilega hlið þess sem stílþróun í verkunum. Og Ransú fer býsna langt með að sannfæra lesandann um að kenningar Gurdijeffs hafi skipt listakonuna máli. Alltént vitum við að Gerður hafði brennandi áhuga á andlegum málefnum. Ef finna má að ein­ hverju, þá er það helst sú tilhneiging höfunda að fjalla um Gerði í eins konar listrænu tómarúmi, þ.e. án vísunar til skyldra verka eftir íslenska samtíma­ menn hennar. Mér sýnist engum vafa undirorpið að Gerður hafi verið fyrst íslenskra myndlistarmanna til að sjóða saman abstrakt járnmyndir, en í hverju voru myndir hennar frábrugðnar járnmyndunum sem Ásmundar og Sigurjón Ólafsson gerðu síðar? Og hver var eðlismunur á steindum glermyndum keppi­ nautanna Gerðar og Nínu Tryggvadóttur? Kannski verður þessum spurningum velt upp í næsta ritgerðasafni Gerðarsafns. Lífsfjörið á bók Vart er hægt að hugsa sér ólíkari bækur um starfandi myndlistarmenn (og um leið ólíkari listamenn) en bókina um Kristin E. Hrafnsson hér á undan, og bókina um Pál frá Húsafelli sem góðvinur hans Þorsteinn Jónsson tók saman
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.