Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Síða 119

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Síða 119
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2010 · 3 119 að draga atburði fortíðar saman í heildstæða veraldarsögu setur mark sitt á bókmenntastarf á Íslandi á 12. og 13. öld, eins og sjá má af þýðingum á ýmsum latneskum ritum sem hér uppi mynduðu Rómverja sögu, Trójumanna sögu, Gyðinga sögu og Veraldar sögu. En þar að auki hefur Óvíd sjálfur verið sam­ ferðamaður íslenskra bókmennta nánast frá upphafi. Hann skýtur nefnilega fyrst upp kollinum sem truflandi element í Jóns sögu helga þegar Klængur Þor­ steinsson, síðar Skálholtsbiskup, er staðinn að því að lesa Ars amatoria, leiðar­ vísi Rómverjans um ástalífið, útundir vegg á Hólum. Óvíd var því þekktur hérlendis strax á miðöldum en hróður hans átti þó enn eftir að vaxa. Endurreisnin jók áhuga á fornöldinni og svo fylgdi húmanisminn í kjölfarið, en honum eigum við ekki bara að þakka endurnýjaðan áhuga á norrænum fornbókmenntum, heldur líka eflingu klassískra mennta á Íslandi. Þetta tvennt tengist skemmtilega í verkum Arngríms Jónssonar lærða (1568– 1648), sem öðrum fremur vann að því að kynna erlendum húmanistum íslenskar fornbókmenntir, en í skrifum sínum vitnar hann víða í Óvíd eins og Sigurður Pétursson hefur dregið fram (‘Arngrímur og Ovidius’, Milli mála. Ársrit Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur 2009). Óvíd hefur Arngrímur kynnst þegar í skóla. Latínuskólar biskupsstólanna voru áreiðanlega mjög sniðnir eftir dönskum latínuskólum þar sem verk klassískra höfunda voru uppistaðan í námsefninu, líkt og verið hafði í dómskólum miðalda. Þar á meðal voru Ummyndanir Óvíds, sem samkvæmt kirkjuskipan Kristjáns 3. frá 1537 voru meðal lesefnis í fjórða bekk, og Eneasarkviða Virgils, en báða þessa höfunda nefnir sr. Þorsteinn Pétursson á Staðarbakka í lýsingu á vist sinni í Skálholts­ skóla 1729–34 (sjá samantekt Guðlaugs R. Guðmundssonar í bókinni Skólalíf: Starf og siðir í latínuskólunum á Íslandi 1552–1846). Eðli málsins samkvæmt var lestur þessara bókmennta bundinn við hina lærðu stétt, skólastofan var heimkynni klassískra texta og út fyrir hana rötuðu þeir ekki þótt áhrifa þeirra kunni að gæta í frumsömdum verkum Íslendinga á 17. og 18. öld, hvort sem var á móðurmálinu eða nýlatínu. Með Hómersþýðingum Sveinbjarnar Egilssonar (1791–1852) breytist þetta allt. Þær spruttu vitaskuld af kennslu hans í Bessa­ staðaskóla – voru upphaflega versjónir ætlaðar skólapiltum – en rötuðu um síðir á prent og urðu áhrifavaldur í íslenskri bókmennta­ og menningarsögu. Kristján Árnason fjallaði um Hómersþýðingar Sveinbjarnar í greinasafninu Grikkland ár og síð sem út kom árið 1991 og lýsir þar verðleikum þeirra á afar greinargóðan hátt. Hann ræðir m.a. um þann kost sem Sveinbjörn tekur, að snúa hetjulagi frumtextans yfir í laust mál og hvernig Sveinbjörn bætir sér bragleysið upp með stuðlasetningu og rismikilli hrynjandi. Kristján nefnir að lausamálsþýðingin hafi einnig þann kost að gefa þýðandanum frjálsari hendur um orðaval enda geri Hómerskviður með sínum miklu andstæðum harðar kröfur til hans. Þýðandinn þurfi því „að búa yfir víðtækum orðaforða og næmum smekk, nákvæmni í skilningi og hugkvæmni í orðavali og orðsköpun“ (bls. 23). Nú vill svo til að þessi lýsingu má léttilega heimfæra upp á Kristján sjálfan og þýðingu hans á Ummyndunum Óvíds. Það er unun að lesa textann sem einkennist af fjölbreyttum orðaforða, léttleikandi stíl og áreynslulausum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.