Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Qupperneq 123

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Qupperneq 123
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2010 · 3 123 irnir hin nýja prestastétt. Guðleysið virtist oftar en ekki fara með sigur af hólmi í glímu mannsins við Guð. Nýir tímar án Guðs voru runnir upp að því er virtist, öld styrjalda, þjáningar og dauða gekk í garð. En jafnvel þótt Guð fengi að vera inni í myndinni, hvernig var hann þá, persónulegur, ópersónu­ legur? Vandinn virtist óyfirstíganlegur að fá svör við þessum spurningum. Og einnig við upphaf tuttugustu og fyrstu aldar þegar guðir trúarbragðanna voru komnir óþægilega nærri hver öðrum: hver þeirra er hinn sanni Guð? Í einum og sama stigagangi í Breiðholtinu eru hugsanlega fulltrúar allra heimstrúar­ bragðanna til heimilis. Grétuspurningin er samt ekki horfin úr huga manns­ ins. Það er svo annað mál að guðleysið á sér einnig sögu, hún er enn býsna nærtæk tuttugustu aldar manninum og verður sjálfsagt rituð fyrr en varir. Það verður spennandi saga. Það er hægara sagt en gert að halda utan um viðfangsefni eins og þetta, sem spannar í það minnsta fjögurþúsund ár, alla ritaða sögu mannsins, öll svið menningarinnar og öll trúarbrögð heimsins. Árni Bergmann sýnir því tals­ verða áræðni með bók sinni Glíman við Guð, sem kom út 2008. „Glíman við Guð er saga vonbrigða“ segir höfundur (111). Það virðist samt eiga að takmörk­ uðu leyti við hans eigin glímu. Hann fer þá leið að rekja söguna bæði í formi samtals vinanna Einars og Sveins, sem eru hans annað „ég“, en einnig með hraðferð yfir sviðið eins og það kemur honum fyrir sjónir og er meginefni bókarinnar. Árni Bergmann rekur bernskuminningar úr Keflavík; trú barnsins var ein­ læg: „Ég ólst upp við friðsæla trú mömmu og ömmu og afa“ (180). En tímar hennar líða í lífi mannsins og veruleiki trúarinnar kemur til hans á ný í ýmsum myndum eftir flóknum leiðum úr óvæntum áttum. Spurningar trúarinnar sækja á hægt og sígandi, þær koma til hans í reynslunni, í vitsmunalegum pælingum, í siðferðislegum ákvörðunum; í raun virðast fá svið lífsins undan­ skilin. Höfundur sýnir með dæmum hvernig þessir hlutir gerast. Hann rekur viðhorf margra fræðimanna en sækir þó einkum í sjóð fagur­ bókmenntanna þar sem hann er á heimavelli og sýnir með vel völdum dæmum hvaða myndir glíman við Guð hefur tekið á sig í bókmenntum síðari tíma. Réttilega segir hann að það hafi verið „rússnesku meistararnir sem glímdu við Guð af mestum glæsibrag“ (181). Árni segist fyrst hafa skilið það við lestur verka Dostojevskíjs „hve frábær vettvangur skáldsagan er til að lýsa Jakobs­ glímunni miklu, innri átökum um hinstu rök“ (182). Sjálfur fór hann í fótspor snillinganna að þessu leyti í meistaraverki sínu um Þorvald víðförla sem „tekur þátt í sígildri leit að trausti á tilverunni“ (188). Hann sleppir ekki átökum um efnið milli trúar og raunvísinda, sálfræðin fær sinn skammt. Sjónarhornið er ekki aðeins kristnar hugmyndir um Guð heldur einnig annarra trúarbragða, þar sýnir höfundur styrk sinn í þekkingu á gyðingdómi en fjallar einnig lítils háttar um islam og búddhisma. Þekking hans á kristinni guðfræði síðustu aldar leynir sér ekki og í reynd er þar meginstyrkur bókarinnar. Glíman við Guð snýr ekki aðeins að Guði heldur er sú spurning aðeins hluti af spurningunni um trú almennt. Hvað er trú, hvers virði er hún? Rökin fyrir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.