Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Qupperneq 124

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Qupperneq 124
D ó m a r u m b æ k u r 124 TMM 2010 · 3 því að maðurinn velur trúna búa innra með honum, þau eru samofin tilvist hans í þessum heimi: „Maðurinn trúir vegna þess að hann óttast tómið, hann óttast tilgangsleysi eigin lífs og allra, hann óttast eigin smæð og vanmátt og einsemd. Hann óttast dauðann. Hann þarf liðsinni og vernd, huggun og von. Hann leitar að því grundvallartrausti á tilverunni sem er ekki háð duttlungum sögunnar …“ (135). Höfundur gengur út frá því að maðurinn eigi enga valkosti í þessu efni, hann sé knúinn til glímunnar hvort sem honum líkar betur eða verr, það megi lesa út úr langri sögu mannsins, ekki síst á okkar tímum. Trúin er samofin mannlegri reynslu, hún er manninum eðlislæg þrá eftir handanlægum veruleika, eftir huggun. En þarf hún endilega að beinast að Guði, getur hún ekki beinst að hverju sem er? Árni virðist ekki í vafa um að trúarleg þrá mannsins geti heldur betur lent á villigötum eins og dæmin sýni á síðari hluta tuttugustu aldar, hún hefur orðið fórnarlamb skurðgoða. Vísindin hafa iðulega komið í stað trúarinnar, ástin einnig, pólitískar hugsjónir, hvort sem það er þjóðernishyggja eða sósíalisminn, listinn gæti verið lengri (68 o. áfr.). Þrátt fyrir hina sterku þrá innra með manninum eftir lífi, sem felur í sér markmið og tilgang, bjóðast honum valkostir. Í því efni hefur hann óneitan­ lega verið býsna iðinn við að láta eitt og annað fara að skipta sig öllu máli í lífinu án þess að svo ætti að vera. Það sem hefur minni háttar tilgangi að gegna í lífi mannsins fer að skipta hann öllu máli. Í því felst hefðbundin skurðgoða­ dýrkun en skurðgoðið uppfyllir ekki þrá mannsins eftir tilgangi og merkingu þegar á reynir, þess í stað fellur það yfir hann að lokum og gerir út af við hann. Árni sýnir með mörgum dæmum hvernig þetta gerist, ofarlega eru honum þar í huga þær systur markaðshyggja (125 o. áfr.) og neysluhyggja samtímans (88). Árni telur að of mikið hafi verið gert úr því að mannfólkið taki trú að skip­ an valdsmanna og höfuðklerka. Trúin er þrá sem býr innst í vitund mannsins. Í því efni vitnar Árni til heimspekingsins og félagsfræðingsins Max Hork­ heimers (d. 1973) sem var einn af talsmönnum Frankfurtarskólans, hann er út af fyrir sig ekkert á móti hefðbundnum trúarbrögðum, hlutverki þeirra og áhrifum „að því tilskildu að menn viðurkenni að þau boða þrá en ekki rétta kenningu“ (168). Einnig orðað hjá Horkheimer sem „þrá eftir því sem er Allt annað“ (201). Árni segir að málið snúist um leit „að merkingu og því algleymi sem leyfir mönnum að komast út fyrir sjálfa sig. Og menn verða að leggja nokkuð á sig til að höndla þetta. Kannski væri best að skoða trúarbrögðin sem listform, að minnsta kosti er það vænlegra til árangurs en rökhyggja, ef menn ætla að komast inn á svið hins heilaga. Finna „hina miklu nærveru“ sem ýmsir trúmenn kunna frá að segja og gefur þeim traust á að lífið hafi tilgang og gildi …“ (164–5). Það er því „gott að trúa. En ekki hverju sem er og ekki hvernig sem er“ (138). Reynslan var einmitt leið þess tímamótaguðfræðings upplýsingartímans sem nefndur hefur verið faðir nútímaguðfræði, Friedrichs Schleiermachers, prófessors í guðfræði við Humboldtháskólann í Berlín (d. 1834). Hann var áhrifavaldur á rómantíska guðfræði Fjölnismanna eins og vel kemur fram í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.