Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Page 125

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Page 125
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2010 · 3 125 Ferðasögu Tómasar Sæmundssonar sem hitti Schleiermacher í Berlín. Hann skrifaði þessi spámannlegu orð í bréfi til vinar síns: Skyldi hnútur sögunnar rakna þannig að kristindómurinn lendi í slagtogi með lágkúrunni en raunvís­ indin með vantrúnni? Þessi orð Schleiermachers eru nú letruð stórum stöfum í nýbyggingu guðfræðideildar Humboldtháskólans í Berlín og segja mikið, einnig nú tveimur öldum síðar. Sá kristindómur sem blasir við sjónum fjöldans er iðulega kristindómur sem hefur orðið lágkúrunni að bráð og þau raunvís­ indi sem við blasa í þessu samhengi hafa lengst af verið í slagtogi með van­ trúnni. Slíkar alhæfingar eru til umhugsunar. Rómantíska guðfræðin á nítjándu öld hafði mikil áhrif á myndlist þar sem maðurinn er ýmist að upplifa hina fögru og svipbrigðaríku náttúru sem er samofin veruleika skaparans eða hann er einn á óendanlegri strandlengjunni með ógnvekjandi úthafið fyrir augum, hann er lítill depill í víðáttumiklu fjall­ lendi eða ofursmátt kríli í klettaklungri. Smæð mannsins og umkomuleysi – ekki synd hans – eiga að vekja og afhjúpa þörf hans fyrir guðdómlegan veru­ leika sem tekur hann upp að brjósti sér og veitir honum huggun í ráðvilltum heimi. Einn þeirra sem hefur haldið á lofti guðfræði Schleiermachers á tuttug­ ustu öld var Paul Tillich sem Árni Bergmann fjallar lítið eitt um. Tillich var eins konar guðfaðir Frankfurtarskólans þar sem hann kenndi heimspeki uns honum var vísað úr landi vegna mótmæla sinna gegn nasismanum. Á undan­ förnum árum hefur Jürgen Habermas (grand old man Frankfurtarskólans í nútímanum) fært rök að gildi trúarinnar í nútímasamfélagi og hafa þær skoð­ anir vakið mikla athygli. Í guðfræði sinni gerir Tillich greinarmun á „guðdómi ofar öllum trúar­ brögðum“ og „guðum trúarbragðanna“. Hann talar ekki um Guð í anda Fyrstu Mósebókar sem mann sem býður til glímu á förnum vegi. Guðdómurinn sjálfur (Sein selbst, Being itself ) hefur engin nöfn en guðir trúarbragðanna bera mörg nöfn og koma fram hver með sínum hætti. Guðir trúarbragðanna, þar með gyðing­kristinna trúarhefða, taka breytingum frá einum tíma til annars. Ofar þeim er guðdómurinn, hinn leyndi Guð sem gefur sig til kynna í öllu sem til er, innan allra trúarbragða, og í menningu og listum, hvarvetna er hann nærri í þrá mannsins til þess veruleika sem er utan seilingar en samt drif­ krafturinn í lífi hans og skiptir hann öllu máli (ultimate concern): hann er hugrekkið sem hann þráir í ótta sínum, ástin sem hann þráir í firringu sinni, lífið sem hann þráir í vitund sinni um forgengileika lífsins. Sá guðdómur sem er hinn eiginlegi Guð og jafnframt „Grunnur tilvistarinnar“ (Ground of Being) er sá Guð sem málið snýst um. Í bók Árna Bergmanns er þessi strengur einnig sleginn. Hann kemst þannig að orði: „Nútímamaðurinn leitar inn á við í sinni glímu við Guð, það er mjög skiljanlegt. En hann er varla sáttur við að vera einn á ferð og honum er ekki nóg að vita af öðrum mönnum í svipaðri leit. Honum finnst einatt að Guð þegi, en samt kallar hann á Hann sem er eitthvað annað en við sjálf en á um leið heima í okkur, er hluti af því undri sem vitund okkar er“ (171). Sú hugsun er höfundi nærri að Guð nálgist manninn ekki utanfrá heldur sé
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.