Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Side 128

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Side 128
D ó m a r u m b æ k u r 128 TMM 2010 · 3 bókum hans. Við þessa frómu ósk bætir hann því að Áslaug frænka biðji að heilsa okkur öllum. Fyrsta bók Ísaks, Þriggja orða nafn, kom út árið 1982, Ræflatestamentið 1984 og allar götur síðan hefur hann verið „eitt af okkar virtustu ljóðskáldum“ svo að það komi nú örugglega fram. Mörg ljóðanna í fyrstu bókunum fjalla um óttann, enda ort á válegum tímum kjarnorkuógnar. Óttinn er þó alltaf kímni blandinn, eins og þessar línur úr Ræflatestamentinu bera með sér: Þeir segja atómstríð í vændum. Væri ekki ráð að byrja að lifa svo þeir hafi eitthvað að drepa? Ógnin er til staðar en lífsþráin yfirgnæfir hana – svo ekki sé talað um ísmeygi­ lega kímnina. Hvort tveggja, kímnin og þráin til þess að ljá lífinu merkingu og tilgang (þrátt fyrir margan rassskellinn), einkennir allt höfundarverk Ísaks. Annað einkenni á skáldskap hans er að vanahugsun lesendanna er trufluð í sífellu. Þetta gerir Ísak með því að tefla fram því sem er nýtt og óvænt, reka fleyg í tungumálið. Stundum er það bara einn stafur sem er færður til eða honum sleppt, jafnvel aðeins bil á milli orða. Textinn er tilraunakenndur; stundum er sami bókstafurinn endurtekinn, stundum runa af táknum eða tölustöfum. Glíman við tungumálið er gegnumgangandi. „Orð er þriggja stafa morð“, segir Ísak í Veggfóðruðum óendanleika. Í sömu bók ber ljóð titilinn Masfélagið Ísland. Skáldið er stundum komið með upp í kok af orðum, enda er gríðarlegt óþol í textanum, stundum hreinn tryllingur. Þriðja einkennið á höfundarverki Ísaks Harðarsonar er svo trúarþörfin, sem liðast um bækur hans eins og straumþungt fljót. Honum er lagið að yrkja um hvernig manneskjan má forðast að gleyma sér í glysi og geðveiki og leita eftir samfélagi við almættið. Sífelld er leit hans að sjálfum sér, mennskunni, Guði og tilganginum. Og sólin rennur upp Í upphafi bókarinnar Rennur upp um nótt er stakt ljóð, einhvers konar sjó­ ferðarbæn, sem kemur á undan hinum eiginlegu þremur hlutum bókarinnar. Þar segist skáldið hafa uppgötvað að almættið stýri sér sem penna við skrift­ irnar og ber fram þessa ósk: Æ, GUÐ, LÁTTU MIG ÞÁ FREKAR SPÝTA LJÓSI EN MYRKRI! (8) Ekki virðist hann þó viss um að fólk lesi það sem á eftir kemur og biður þess ennfremur að mega finna fró í því „að sjálfur sonur þinn/skrifaði fingri í rykið/ eitthvað/sem enginn las.“ (8) Orð Predikarans eru í bakgrunni allrar bókarinnar. Titillinn, Rennur upp um nótt, vísar til hans: „Ein kynslóð fer og önnur kemur, en jörðin stendur að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.