Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Side 129

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Side 129
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2010 · 3 129 eilífu. Og sólin rennur upp, og sólin gengur undir og hraðar sér til samastaðar síns, þar sem hún rennur upp.“ (Pred. 4–6) Þessa tilfinningu fyrir hringrás lífsins/sálarinnar má sjá í upphafs­ og loka­ ljóðum bókarinnar, sem mynda eilífan hring. Endastöð heitir fyrsta ljóðið og Upphafsstaður það síðasta. Á endastöðinni er ljóðmælandi ekki enn lagður af stað og á upphafsstað er hann á sama stað og hann lagði upp „fyrir rykmekki af árum“ (92). Allt er hégómi Ísak hefur löngum verið með hugann við græðgi, guðleysi og tómleika sam­ tíðar sinnar. Jafnvel hefur hann fengið á sig orð fyrir að vera spámannlega vaxinn og geta öðrum skáldum fremur lesið samtíð sína og framtíð. Og oft var þörf en nú er nauðsyn. Fyrsti kaflinn ber heitið Fyrirsjáanleg blinda og kemur vel heim og saman við stöðu skáldsins sem sjáanda. Það er leitun að þeirri bók Biblíunnar sem fjallar um græðgi og girnd sem aldrei seðst á eins skorinorðan hátt og Predikarinn. Fleygustu orð hans (og þau sem endurtekin eru í sífellu) eru þau að allt sé hégómi og eftirsókn eftir vindi. Í Predikaranum eru einnig spekimál, ráðleggingar til þjóðar. Þessi bók Biblíunnar ómar raunar svo sterkt í gegnum ljóðin í Rennur upp um nótt að stundum dettur manni í hug að Ísak hafi verið með hljóðbókarút­ gáfuna á fullu blasti í i­Podnum á meðan hann var að skrifa. Og víst er hann predikari, sem ekki þreytist á að deila á þjóð sína, eins og í ljóðinu Öld vatns­ berans – leiðbeiningar 1. Já, góðir fávitar, þið neitið því ekki að við erum sammála um að aukinn hagvöxtur er það sem allt snýst um og að til þess dó Jesús að feðgarnir í Baugi og Landsbankanum mættu ríkja á markaðnum og tryggja okkur um eilífð hin hagstæðustu kjör – sem jafnvel englana fýsir að kynnast … (bls. 32) Margt er ort til samtíðarinnar en aldrei kemst ljóðmælandinn undan því að leita ábyrgðarinnar fyrst og fremst hjá sjálfum sér, eða hreinlega bara leita að sjálfum sér, eins og í ljóðinu 811 Hvergi – Snældusnuffsljóð – Til sjálfs mín, hvar sem mig er að finna. Þeirri leit lýkur víst aldrei og skáldið stillir sjálfu sér upp andspænis heiminum öllum í ljóðinu Heimurinn og segir í örvæntingu (og með hástöfum): „Ó, ÞAÐ ER KANNSKI BÚIÐ AÐ FINNA ALLAN HEIMINN, EN ÉG VAR EKKI EINU SINNI BÚINN AÐ FINNA MIG!“ (19)
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.