Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Page 133
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2010 · 3 133
Ingibjörg Eyþórsdóttir
Jón Leifs – hinn ókleifi drangur í
íslensku tónlistarlandslagi
Árni Heimir Ingólfsson: Jón Leifs – Líf í tónum – ævisaga. Mál og menning, 2009,
I.
Bókin Jón Leifs– Líf í tónum – ævisaga er langt frá því að vera fyrsta tilraunin
til að gera ævi Jóns Leifs skil. Kvikmyndin Tár úr steini (leikstjóri: Hilmar
Oddsson) var frumsýnd árið 1995 og ævisaga Jóns eftir sænska tónlistarfræð
inginn CarlGunnar Åhlén sem ber hinn lýsandi titil Jón Leifs, tónskáld í
mótbyr kom út árið 1999 (Mál og menning). Það verður að segjast eins og er að
bæði þessi verk draga upp nokkuð einhliða mynd af Jóni: hann er misskilinn
snillingur í forpokuðu og ómenningarlegu umhverfi og honum minni spá
menn vilja halda honum úti í kuldanum. Bók Åhléns er reyndar hálfgert
varnarskjal; Jón fékk sögulega útreið eftir frumflutning Sögusinfóníunnar á
Norræna tónskáldaþinginu árið 1950 og á tímum módernismans þóttu þau
verk hans sem flutt voru á nokkrum norrænum tónskáldaþingum beinlínis
hlægileg. Åhlén fékk áhuga á Jóni á slíku þingi árið 1964 og hefur bók sína á að
rekja þessar ófarir allar. (Ahlén: Mál og menning 1999: 7–13). Kvikmyndin
sýnir samband Jóns Leifs og Páls Ísólfssonar í nokkuð sérkennilegu ljósi, Páll
er eins og einhvers konar Salieri á móti Jóni í hlutverki Mozarts og minnir að
því leyti á kvikmynd Milosar Formans, þar sem Salieri er allt að því sakaður
um að hafa stuðlað að fátækt og síðan dauða Mozarts.
Á báðum þessum verkum er helst að skilja að Jón hafi ekki fengið tækifæri
vegna öfundar og skilningsleysis honum minni manna – íslenskt samfélag hafi
ekki verið reiðubúið fyrir listamann af stærðargráðu Jóns. Höfundar beggja
þessara verka virðast hafa einsett sér að leiðrétta þá mynd sem þeir telja að hafi
verið ríkjandi af Jóni – að hann hafi verið sérvitringur sem samdi óspilandi
tónlist.
Reyndar hafa líka verið skrifaðar háskólaritgerðir um Jón, meistarprófsrit
gerð Hjálmars H. Ragnarssonar við Cornellháskóla í Bandaríkjunum árið
1980 fjallaði um ævi hans og tónlist og tónskáldið Ríkharður H. Friðriksson
skrifaði BAritgerð sína við Háskóla Íslands um Jón. Árni Heimir skrifaði
raunar líka B.Mus.ritgerð um hann við Oberlin Conservatory of Music í
Bandaríkjunum árið 1997, en þar var orgelkonsert Jóns í fyrirrúmi, ekki
maðurinn og tónskáldið.
Þessi áhugi kvikmyndagerðarmanna og tónlistarmanna á Jóni Leifs segir
sína sögu um manninn sjálfan. Hann var óneitanlega mjög sérstæður og