Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Side 135

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Side 135
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2010 · 3 135 æfingar, undirstaðan var ekki næg og Jón orðinn of gamall þegar hann hóf námið af fullri alvöru. Umhverfið hefur líka skipt máli – Jón hafði aldrei farið á almennilega tónleika fyrr en hann kom til Leipzig og stóð ekki sterkum rótum í evrópskri tónlistarhefð – hann náði því aldrei þeim tökum á hljóð­ færinu sem krafan bauð. Þá söðlaði hann um og setti stefnuna á hljómsveitar­ stjórn. Það sama gerðist, en hér kom líka til óþolinmæði Jóns sjálfs sem vildi að frægðin kæmi eins og skot. Honum buðust vissulega fá tækifæri, en hann fékk ekki slæma dóma miðað við byrjanda þegar þau gáfust. Þrátt fyrir ákafa þrá eftir viðurkenningu má segja að þörfin fyrir píslarvætti hafi oft orðið ofan á. Jón neitaði oftar en einu sinni ágætum stöðum, þar sem honum fannst launin ekki nægilega há, eða staðan ekki nógu fín. Honum var boðin kennsla við tónlistarháskólann í Starbrücken fyrir ágæt laun, og þegar honum bauðst „að gerast æfingarstjóri í Halberstadt þar sem stóð til að opna glænýtt óperuhús með Tannhäuser eftir Wagner, eða Stralsund og Mönchen­ Gladbach – neitaði hann á þeim forsendum að starfið væri óhentugt eða launin of lág.“ (Bls. 102–3) Honum til málsbóta má segja að stuttu áður hafði hann lokið sínu fyrsta sinfóníska verki sem státar af ópusmarkinu, op. 1, Tri­ logia piccola (árið 1924). Það fyllti hann miklu stolti og hann vildi bara semja, þrátt fyrir að hafa fyrir fjölskyldu að sjá þegar þar var komið sögu. Þegar fram í sótti fór einstrengingslegt lundarfar Jóns að setja stórt strik í reikninginn og óþolinmæði hans gerði það að verkum að hann átti ekki auðvelt með að vinna með hljóðfæraleikurum. Skoðanir hans á túlkun þekktra verka stönguðust auk þess á við viðtekna túlkun þeirra á þessum tíma, hraðaval og styrkleikabreytingar hjá honum voru oft gerólík því sem þá tíðkaðist. Hann skrifaði grein um skoðanir sínar á túlkun klassískra verka sem hann nefndi „Gegen die Romantisierung klassischer Musik“ og birtist í Zeitschrift für Musik 92 (1925) og óbirt handrit að riti, Orchesterkultur, um þetta efni og hugði á stofnun hljómsveitarakademíu til að breiða út skoðanir sínar og aðferðir, en fékk engan hljómgrunn. Nú á tímum fer sagnfræðilega rétt túlkun klassískra verka nokkuð nálægt því sem Jón vildi – að leita í frumheimildir og skafa af þeim túlkun maestroa síðrómantíska tímabilsins. Þarna, eins og í ýmsu öðru, reyndist hann vera langt á undan sínum samtíma. Fyrsta fullburða verkið sem Jón samdi var fyrir unnustu hans, píanóleikar­ ann Annie Riethof, samið árið eftir að kynni tókust með þeim. Þetta er Torrek, dagsett 23. mars árið 1919, en þá var Jón rétt tæpra 20 ára. Tónsmíðarnar hafa þrátt fyrir allt ekki verið í þriðja sæti hjá Jóni, en hann tók þá ákvörðun aðeins ári síðar að sækja tíma í tónsmíðum og hljómsveitaútsetningu. Hljómsveitarstjóradraumarnir fæddu þó af sér einhvern mikilvægasta tón­ listaratburð á Íslandi á sínum tíma þegar Jón stóð fyrir því að hingað til lands kom hluti af sjálfri Fílharmóníusveit Hamborgar sumarið 1926. Jón stjórnaði henni vitaskuld sjálfur á tónleikum í Noregi, Færeyjum og hér á landi. Síðar átti hann eftir að standa fyrir komu þekkts strengjakvartetts, Prag­kvartetts­ ins, hingað til lands, sem fékk líka frábærar móttökur. Sumarið 1921 komu Jón og Annie Leifs til Íslands í brúðkaupsferð. Þessi ferð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.