Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Síða 135
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2010 · 3 135
æfingar, undirstaðan var ekki næg og Jón orðinn of gamall þegar hann hóf
námið af fullri alvöru. Umhverfið hefur líka skipt máli – Jón hafði aldrei farið
á almennilega tónleika fyrr en hann kom til Leipzig og stóð ekki sterkum
rótum í evrópskri tónlistarhefð – hann náði því aldrei þeim tökum á hljóð
færinu sem krafan bauð. Þá söðlaði hann um og setti stefnuna á hljómsveitar
stjórn. Það sama gerðist, en hér kom líka til óþolinmæði Jóns sjálfs sem vildi að
frægðin kæmi eins og skot. Honum buðust vissulega fá tækifæri, en hann fékk
ekki slæma dóma miðað við byrjanda þegar þau gáfust.
Þrátt fyrir ákafa þrá eftir viðurkenningu má segja að þörfin fyrir píslarvætti
hafi oft orðið ofan á. Jón neitaði oftar en einu sinni ágætum stöðum, þar sem
honum fannst launin ekki nægilega há, eða staðan ekki nógu fín. Honum var
boðin kennsla við tónlistarháskólann í Starbrücken fyrir ágæt laun, og þegar
honum bauðst „að gerast æfingarstjóri í Halberstadt þar sem stóð til að opna
glænýtt óperuhús með Tannhäuser eftir Wagner, eða Stralsund og Mönchen
Gladbach – neitaði hann á þeim forsendum að starfið væri óhentugt eða
launin of lág.“ (Bls. 102–3) Honum til málsbóta má segja að stuttu áður hafði
hann lokið sínu fyrsta sinfóníska verki sem státar af ópusmarkinu, op. 1, Tri
logia piccola (árið 1924). Það fyllti hann miklu stolti og hann vildi bara semja,
þrátt fyrir að hafa fyrir fjölskyldu að sjá þegar þar var komið sögu.
Þegar fram í sótti fór einstrengingslegt lundarfar Jóns að setja stórt strik í
reikninginn og óþolinmæði hans gerði það að verkum að hann átti ekki auðvelt
með að vinna með hljóðfæraleikurum. Skoðanir hans á túlkun þekktra verka
stönguðust auk þess á við viðtekna túlkun þeirra á þessum tíma, hraðaval og
styrkleikabreytingar hjá honum voru oft gerólík því sem þá tíðkaðist. Hann
skrifaði grein um skoðanir sínar á túlkun klassískra verka sem hann nefndi
„Gegen die Romantisierung klassischer Musik“ og birtist í Zeitschrift für Musik
92 (1925) og óbirt handrit að riti, Orchesterkultur, um þetta efni og hugði á
stofnun hljómsveitarakademíu til að breiða út skoðanir sínar og aðferðir, en
fékk engan hljómgrunn. Nú á tímum fer sagnfræðilega rétt túlkun klassískra
verka nokkuð nálægt því sem Jón vildi – að leita í frumheimildir og skafa af
þeim túlkun maestroa síðrómantíska tímabilsins. Þarna, eins og í ýmsu öðru,
reyndist hann vera langt á undan sínum samtíma.
Fyrsta fullburða verkið sem Jón samdi var fyrir unnustu hans, píanóleikar
ann Annie Riethof, samið árið eftir að kynni tókust með þeim. Þetta er Torrek,
dagsett 23. mars árið 1919, en þá var Jón rétt tæpra 20 ára. Tónsmíðarnar hafa
þrátt fyrir allt ekki verið í þriðja sæti hjá Jóni, en hann tók þá ákvörðun aðeins
ári síðar að sækja tíma í tónsmíðum og hljómsveitaútsetningu.
Hljómsveitarstjóradraumarnir fæddu þó af sér einhvern mikilvægasta tón
listaratburð á Íslandi á sínum tíma þegar Jón stóð fyrir því að hingað til lands
kom hluti af sjálfri Fílharmóníusveit Hamborgar sumarið 1926. Jón stjórnaði
henni vitaskuld sjálfur á tónleikum í Noregi, Færeyjum og hér á landi. Síðar
átti hann eftir að standa fyrir komu þekkts strengjakvartetts, Pragkvartetts
ins, hingað til lands, sem fékk líka frábærar móttökur.
Sumarið 1921 komu Jón og Annie Leifs til Íslands í brúðkaupsferð. Þessi ferð