Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Side 139

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Side 139
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2010 · 3 139 Það var í febrúar 1955 sem Helgi Tómasson (geðlæknir Snótar) tjáði Jóni að geð­ klofi Snótar væri líklega arfgengur og að Jón væri einnig „schizoid“ að upplagi. […] Samkvæmt sálfræðinni hefur geðklofalík persónuleikaröskun meðal annars í för með sér tilfinningakulda, litla getu til að tjá hlýju og ástúð. Þá eiga þeir sem henni eru haldnir einnig erfitt með að taka gagnrýni annarra. Þeir kjósa oftast starfsvett­ vang sem kefst einangrunar frá öðrum – eins og Jón í tónsmíðum sínum – en eiga innra tilfinningalíf sem stjórnast af sterku ímyndunarafli, stórum draumum og hugsjónum. (Bls. 282) Hér er kannski komin skýringin á því munstri sem einkenndi samskipti Jóns við samferðamenn sína. Gott dæmi er samband þeirra Páls Ísólfssonar, sem var samtíða Jóni í námi í Leipzig. Í upphafi voru þeir nánir vinir, en smám saman þreyttist Páll á skapsveiflum og ofsa Jóns, sem túlkaði það sem undirferli og svik af hálfu Páls. Páll var góður organisti sem kaus að starfa að uppbyggingu tónlistar á Íslandi og fáir hafa starfað af jafn miklum heilindum á þeim vett­ vangi. Og Páll gerði hvað hann gat til að skapa sínum gamla vini tækifæri hér­ lendis – kom honum til dæmis í stöðu tónlistarstjóra hjá Ríkisútvarpinu sem Jón sinnti mjög stopult. Sambandi þeirra lauk með vinslitum en í heimildum er ekkert sem bendir til þess að Páll hafi ekki verið heill í vináttunni á meðan hún stóð. III. Árni Heimir fer þá leið að nota línulega frásögn í aðalatriðum; það er að segja, hann segir mjög nákvæmlega frá ævi Jóns þar sem einn atburður rekur annan og hann hefur raunar frásögnina nokkru áður en aðalpersónan sjálf stígur fram á sviðið. Árni fer hér í smiðju til reyndra ævisagnaritara, bæði í nálgun við viðfangsefnið og frásagnaraðferð. Þórunn Erlu­Valdimarsdóttir og Guðjón Friðriksson hafa til dæmis bæði beitt því með ágætum árangri að bregða upp stuttri, skýrri mynd strax í upphafi bókar sem leiðir lesandann inn í söguna – Þórunn til dæmis í sögu Matthíasar Jochumssonar og Guðjón í sögum Jóns Sigurðssonar, Hannesar Hafstein og Einars Benediktssonar. Árni gerir þetta líka og myndin sem hann bregður upp er bæði lýsing á landslagi – því landi sem alið hefur báðar ættir Jóns mann fram og manni – og af föður Jóns ungum, hreppstjórasyninum Þorleifi Jónssyni, sem er að leggja af stað að heiman til að setjast á skólabekk í Lærða skólanum í Reykjavík. Þessi upphafs­ mynd er táknræn. Atburðurinn markar tímamót, ungur maður er á leið úr dalnum sínum til borgarinnar. Þéttbýli er að verða til, vísir að borgaralegri menningu sem var forsenda þess að tónlist gæti dafnað á Íslandi – brottflutn­ ingur og menntun foreldranna var því forsenda þess að tónskáldið Jón Leifs gæti orðið til. Því má heldur ekki gleyma að Ragnheiður Bjarnadóttir, móðir Jóns og systur hennar voru betur menntaðar en stúlkur almennt á sinni tíð – og kannski þar sé að einhverju leyti lykillinn að furðufuglinum Jóni Leifs. Reyndar má segja að Jón Leifs sjálfur hafi einmitt átt stóran þátt í því að sérstök
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.