Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Qupperneq 141

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2010, Qupperneq 141
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2010 · 3 141 lega alltaf samkvæmur sjálfum sér og trúr ætlunarverki sínu, sem var að endur­ reisa norræna menningu og breiða út hróður hennar. Margir túlkuðu þetta sem daður við nasisma, sem vonlegt er, en ræturnar liggja miklu aftar, í bernsku hans á tveimur fyrstu áratugum 20. aldarinnar, löngu áður en Hitler og hans kenningar höfðu rutt sér til rúms í Þýskalandi. Tónverk Jóns hljómuðu nýstárlega á sínum tíma en þegar betur er að gáð eiga þau fátt skylt við meginstrauma módernismans og verða ekki dæmd út frá forsendum hans. Tónlistin er samspil þriggja ólíkra þátta. Efniviðurinn og hugmyndirnar eru að sínu leyti gamaldags en útfærslan sjálf aftur á móti einkar frumleg. Þar er engu líkara en að Jón hafi tekið mið af tilraunum ýmissa jaðartónskálda á þriðja áratugnum sem þó ætluðu sér allt annað en hann með tónlist sinni. (Bls. 170) Hvað snertir hugmyndirnar að baki verkunum er Jón fyrst og fremst afsprengi rómantíkurinnar, verk hans eru gegnsýrð þjóðerniskennd og sterkri upplifun á náttúrunni. Jón var síðrómantíker í eðli sínu og grunnur verka hans yfirleitt hefðbundnir hljómar þar sem hrein fimmund og tíð skipti milli dúr­ og mollþríundar er eitt helsta einkennið – þótt oft hlaði hann ofan á hljómana sjöund eða níund. Enda gerðist það á tímum módernismans í kringum 1950 að allt í einu voru verk hans ekki lengur framúrstefnuleg og hneykslanleg, heldur orðin gamaldags og hlægileg. Verk Jóns fengu svo uppreisn æru á síðustu árum 20. aldarinnar og hafa síðan verið flutt oft og víða. Líklega skipti þá mestu að áhugi fólks óx á verkum sem brutu í bága við hin ströngu form módernismans – Árni nefnir tónskáld eins og t.d. Arvo Pärt og Henryk Górecki. Verk Jóns voru því flutt vegna áhuga á þeim sjálfum en ekki vegna þrýstings frá tón­ skáldinu – og færni hljóðfæraleikaranna hefur farið vaxandi. Verk Jóns Leifs hafa því hætt að standa einsog ókleifur hamar í landslaginu. Það er greinilegt að þegar Árni segir frá og greinir tónlist Jóns Leifs er hann svo sannarlega á heimavelli; tónlistin verður sprell­lifandi og allt að því heyranleg í þeim köflum – enda er Árni alvanur því að lýsa tónlist með orðum og opna heim hennar fyrir jafnt leikum sem lærðum. Hann lýsir völdum verkum í sér­ stökum römmum í bókinni þannig að þær lýsingar standa sem sjálfstæður texti: Fyrst er kantatan Þjóðhvöt, þá er vögguvísa handa Líf við ljóð Jóhanns Jónssonar, Þey, þey og ró, Orgelkonsertinn er næstur, Edda I – Sköpun heimsins, Sögusinfónían, sviðsverkið Baldr, kórverkið Requiem, og sönglagið Torrek, sem Jón samdi á sama tíma til minningar um Líf og síðast Eddu­óratórían í heild – sem Jón lést frá ókláraðri. Allar eru þær greinargóðar og skýrar og gera tónlistina ljóslifandi. Um Torrek segir Árni: Jón hlaut að leita fanga í Sonatorreki Egils Skallagrímssonar til að endurspegla til­ finningarnar sem brutust um í brjósti hans. Torrek fyrir tenór og píanó er tregróf föður sem er viti sínu fjær af sorg. Kaldhamraður stíllinn fellur vel að ljóði Egils
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.