Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Blaðsíða 137

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Blaðsíða 137
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2015 · 1 137 fyrra sambandi. Hún er handavinnu- kennari en Pétur rekur gistiheimili og veitingastað. Þau komast þokkalega af þó reksturinn sé í járnum og hjónin njóta starfa sinna. Fjölskyldan er samhent og samheldin. Kannski er tilfinningaspennustigið hærra en í meðallagi, sem staðalmynd- irnar í kolli manns (og vísbendingar í textanum), rekja til hins hálffranska blóðs Péturs. Kannski var það líka það sem stýrði för þegar hann fór blindfull- ur af þorrablóti nokkru áður en sagan gerist og átti kynlífsfund með ókunn- ugri konu. Þó að sárin sem þetta atvik skilur eftir sig séu ekki gróin virðist manni grunnurinn í sambandinu og fjölskyldulífinu traustur. Og Pétur er vissulega ekki sá eini í þessu hjónabandi með skap sem stundum hleypur með eiganda þess í gönur. Ég held að margir væru til í að vera þau Jórunn og Pétur. Börnin sækja líka skjól hvert til ann- ars og til heimilisins. Anton litli er við- kvæmur og á pínu erfitt með að stað- setja sig í jafnaldrahópnum, fellur milli skips og bryggju í virðingarstiga bekkj- arins, en kann að standa með sjálfum sér þó það kosti. Sigurbjartur á til gáfnahroka og er svolítill einfari, ekki síst núna þegar hann er að búa sig undir stökkið út í heiminn, sem hann er með- vitaður um að er endanlegt. Hann á samt líka til skjól fyrir yngri krakkana. Ég held að mörg systkini væru til í að vera Sigurbjartur, Alma og Anton. Því að undanskildum afleiðingum stefnumótsins í Cadiz er Alma alveg venjuleg stúlka. Reyndar sérlega vel lukkuð venjuleg stúlka. Hún er klár, hún er meðvituð, hún á nánar vinkonur og getur talað við foreldra sína opinskátt og einlæglega, og þau við hana. Hún á meira að segja samsvarandi trúnaðar- samband við hinn sérlundaða stóra hálfbróður sinn, sem fær vitsmunalegan áhuga á trúarreynslunni og grúskar fram allskyns trúartengt efni á Internet- inu til að mata hana á og stuða. Alma er jarðtengd, og henni er ljóst að það er ekki síður mikilvægt en að vera guð- tengd. Þegar Snæfríður segir við hana, í síðasta sálfræðitímanum á síðustu blað- síðu sögunnar, á sérlega ófaglegan hátt: „Alma mín, ég get ekki lýst því hvað mér þykir leitt að eiga kannski aldrei eftir að sjá þig aftur“ (259) þá skiljum við hana vel, og tökum undir með henni. Vitaskuld setur vitrun Ölmu svip sinn á persónuna, og söguna auðvitað, þó Englaryk sé ekki UM vitrunina á sama hátt og þær óskrifuðu bækur sem lýst var að framan. Það er breytt stúlka sem kemur heim frá Cadiz. Hún segist t.d. sjá fegurð í öllu, elska allt og alla, og talar frjálslega og óhikað um upplifun sína. Minnst af þessum predikunum hafa ratað í textann. Plássfrekust eru samskipti Ölmu við prestinn, en þar hefur hann að mestu orðið. Við fréttum samt af þessu og finnum fyrir óþægind- unum sem þetta skapar hennar nánustu og úti í samfélaginu. Tvær veigamiklar ákvarðanir tekur Alma í ljósi Krists. Hún sefur hjá Jóni Stefáni og hún skýtur skjólshúsi yfir drykkjurútinn Snæbjörn þar sem hann er um það bil að verða úti, klæðlítill og ofurölvi, en hann hafði áður gert aðsúg að stúlkunni í viðlíka ástandi og virtist þá til alls ills vís. Hvorug þessara ákvarðana verður í raun stórkostlega afdrifarík. Snæbjörn einfaldlega sofnar og þó uppnámið í fjölskyldunni, skólan- um og þorpinu öllu yfir því fyrrnefnda skipti máli í sögunni þá verður það aldrei að þeirri stóru þungamiðju eða harmræna hreyfiafli sem lesandann, og mögulega foreldra Ölmu, grunar fyrir- fram. Enda finnst manni fáar ferming- arstúlkur geti verið betur undir þetta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.