Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Blaðsíða 135

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Blaðsíða 135
TMM 2015 · 1 135 Þorgeir Tryggvason Leiðtogi lífsins Guðrún Eva Mínervudóttir: Englaryk. JPV 2014. I „Guð Abrahams, Guð Ísaks, Guð Jakobs, ekki heimspekinga og fræðimanna ,,gleði, gleði, gleði, gleðitár …“ það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesú Krist.” Jesú Kristur, Jesú Kristur … Megi ég ekki hverfa frá honum að eilífu. … Ég mun ekki gleyma orði þínu. Amen“ Blaise Pascal 23. nóvember 1654 Persónuleg upplifun af guðdómnum er vandræðamál. Þó helgirit kristinna manna hverfist kringum nákvæmlega slíka atburði þá er erindi kirkjunnar og trúarbragðanna fyrst og fremst við fólk sem á enga slíka reynslu í bankanum. Þetta skildi Pascal til dæmis vel, og þó hann gengi með miða með fyrstu við- brögðum eftir sína opinberun saumaða í fötin sín upp frá því er hans helsta framlag til trúmála hið alræmda „veð- mál“, sem á að færa þeim sem engu trúa skotheld hagkvæmnisrök fyrir því að reyna að minnsta kosti. Persónulegir vitnisburðir auðvelda hinum kristnu sálnahirðum síðari alda ekki störf sín, öðru nær. Það er alveg ljóst af samskiptum sögumiðjustúlk- unnar Ölmu í Englaryki við prestinn í bænum. Reyndar er ein af hinum fjöl- mörgu bókum sem hægt er að hugsa sér að Guðrún Eva Mínervudóttir hefði getað skrifað í stað þeirrar sem hún í raun skrifaði einmitt bók um þennan prest. Glímu hans við trú sína og efa- semdir, verkefni í heiminum og stöðu í lífi og starfi í ljósi vitnisburðar ferming- arstelpunnar sem hitti Jesú í sumarfríi fjölskyldunnar á Spáni sumarið áður. Já og kannski glímu hans við Bakkus. Þessi saga hefði ekkert endilega farið vel. En það fáum við auðvitað aldrei að vita. Annar hópur sem trúarreynsla fólks kemur í uppnám eru auðvitað hinir trú- lausu. Vitnisburður frá fyrstu hendi um raunveruleika þess sem trúin segir frá skekur heimsmynd þeirra sem eru opnir fyrir möguleikanum á sanngildi trúar- ritanna (sem kallaðir eru „agnostic“ á ensku), en flestir eru samt seinþreyttir til þeirra vandræða sem umbylting heimsmyndar – hvað þá lífshátta – hefur í för með sér. Mögulega komast hinir harðlínutrú- lausu einna léttast frá málinu. Auðvelt er að skýra burt það sem gerðist með vísun í sálarlíf, bælingar, geðsjúkdóma, hormónaójafnvægi, rafspennubreytingar í heilanum. Það er eitthvað „að“ þeim sem sjá Guð. Sá eini í Englaryki sem tekur þessa afstöðu er reyndar fjarver- andi, en fyrirferðarmikill engu að síður – franski sálfræðikennarinn Bernard Boulanger – mentor, ástmaður og (næst- um) barnsfaðir Snæfríðar, sálfræðings- ins sem fjölskylda Ölmu fær til að hjálpa sér í gegnum erfiðleikana sem leiðir af opinberun stúlkunnar. Bernard er líka faðir Péturs, pabba Ölmu. Önnur bók sem Guðrún Eva hefði getað skrifað í stað Englaryks er æsilegt melódrama út frá þessum flóknu og snúnu þráðum milli fólksins og leyndar- málum þeim tengdum. Í þeirri bók væru Pétur og Snæfríður í forgrunni, sem og D ó m a r u m b æ k u r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.