Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Page 135
TMM 2015 · 1 135
Þorgeir Tryggvason
Leiðtogi lífsins
Guðrún Eva Mínervudóttir: Englaryk.
JPV 2014.
I
„Guð Abrahams, Guð Ísaks, Guð Jakobs,
ekki heimspekinga og fræðimanna ,,gleði,
gleði, gleði, gleðitár …“ það er hið eilífa
líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð,
og þann sem þú sendir, Jesú Krist.” Jesú
Kristur, Jesú Kristur … Megi ég ekki
hverfa frá honum að eilífu. … Ég mun
ekki gleyma orði þínu. Amen“
Blaise Pascal 23. nóvember 1654
Persónuleg upplifun af guðdómnum er
vandræðamál. Þó helgirit kristinna
manna hverfist kringum nákvæmlega
slíka atburði þá er erindi kirkjunnar og
trúarbragðanna fyrst og fremst við fólk
sem á enga slíka reynslu í bankanum.
Þetta skildi Pascal til dæmis vel, og þó
hann gengi með miða með fyrstu við-
brögðum eftir sína opinberun saumaða í
fötin sín upp frá því er hans helsta
framlag til trúmála hið alræmda „veð-
mál“, sem á að færa þeim sem engu trúa
skotheld hagkvæmnisrök fyrir því að
reyna að minnsta kosti.
Persónulegir vitnisburðir auðvelda
hinum kristnu sálnahirðum síðari alda
ekki störf sín, öðru nær. Það er alveg
ljóst af samskiptum sögumiðjustúlk-
unnar Ölmu í Englaryki við prestinn í
bænum. Reyndar er ein af hinum fjöl-
mörgu bókum sem hægt er að hugsa sér
að Guðrún Eva Mínervudóttir hefði
getað skrifað í stað þeirrar sem hún í
raun skrifaði einmitt bók um þennan
prest. Glímu hans við trú sína og efa-
semdir, verkefni í heiminum og stöðu í
lífi og starfi í ljósi vitnisburðar ferming-
arstelpunnar sem hitti Jesú í sumarfríi
fjölskyldunnar á Spáni sumarið áður. Já
og kannski glímu hans við Bakkus.
Þessi saga hefði ekkert endilega farið
vel. En það fáum við auðvitað aldrei að
vita.
Annar hópur sem trúarreynsla fólks
kemur í uppnám eru auðvitað hinir trú-
lausu. Vitnisburður frá fyrstu hendi um
raunveruleika þess sem trúin segir frá
skekur heimsmynd þeirra sem eru opnir
fyrir möguleikanum á sanngildi trúar-
ritanna (sem kallaðir eru „agnostic“ á
ensku), en flestir eru samt seinþreyttir
til þeirra vandræða sem umbylting
heimsmyndar – hvað þá lífshátta – hefur
í för með sér.
Mögulega komast hinir harðlínutrú-
lausu einna léttast frá málinu. Auðvelt
er að skýra burt það sem gerðist með
vísun í sálarlíf, bælingar, geðsjúkdóma,
hormónaójafnvægi, rafspennubreytingar
í heilanum. Það er eitthvað „að“ þeim
sem sjá Guð. Sá eini í Englaryki sem
tekur þessa afstöðu er reyndar fjarver-
andi, en fyrirferðarmikill engu að síður
– franski sálfræðikennarinn Bernard
Boulanger – mentor, ástmaður og (næst-
um) barnsfaðir Snæfríðar, sálfræðings-
ins sem fjölskylda Ölmu fær til að hjálpa
sér í gegnum erfiðleikana sem leiðir af
opinberun stúlkunnar. Bernard er líka
faðir Péturs, pabba Ölmu.
Önnur bók sem Guðrún Eva hefði
getað skrifað í stað Englaryks er æsilegt
melódrama út frá þessum flóknu og
snúnu þráðum milli fólksins og leyndar-
málum þeim tengdum. Í þeirri bók væru
Pétur og Snæfríður í forgrunni, sem og
D ó m a r u m b æ k u r