Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Blaðsíða 10

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Blaðsíða 10
M a r g r é t Tr y g g va d ó t t i r 10 TMM 2015 · 2 og menningunni fagnandi. Samvinna mynd- og textahöfunda á milli landa getur einnig verið ákaflega gefandi og útkoman spennandi. En ólíkt hinum myndhöfundunum voru þeir erlendu ekki á staðnum að fagna opnun sýningarinnar. Útgefandinn var í öllum tilfellum sá sami og höfundur textans stundum líka. Bókaútgáfan heitir Óðinsauga og höf- undurinn Huginn Þór Grétarsson. Myndlistarmennirnir virtust frá flestum heimshornum. Af þeim 34 bókum sem sýndar voru myndir úr á sýningunni hafði Óðinsauga gefið út sjö eða ríflega fimmtung og Huginn Þór Grétarsson skrifað fjórar þeirra. Sé aðeins litið til myndabóka er hlutfallið enn hærra en á sýningunni voru líka sýndar myndir úr textabókum. Þrátt fyrir að mynd- höfunda sé getið í bókum Óðinsauga virðist höfundarrétturinn í flestum tilfellum tilheyra forlaginu eða afkastamesta textahöfundinum. Þetta vakti forvitni mína og ég ákvað að leggjast í gúggl og örlitlar rannsóknir. Viðskiptafræðingurinn Huginn Þór Grétarsson er samkvæmt vef Óðins- auga útgáfu „afkastamesti rithöfundur landsins“, auk þess að starfa sem rit- stjóri útgáfunnar (sem er sögð „leiðandi í útgáfu á barna- og unglingabókum á Íslandi“). Samkvæmt lista yfir útgefin verk Hugins Þórs sem ég fann á netinu4 og nær þó bara til ársins 2013 hugsa ég að það sé ekki fjarri lagi – allavega ef við teljum afköstin í fjölda útgefinna titla. Árið 2012 gaf hann til dæmis út 15 bækur eftir sjálfan sig! Að vísu tiltekur hann að tvær þeirra séu þýðingar en 13 frumsamdar bækur eru dágóður slatti, hvernig sem á það er litið. Ég fór bæði á bókasafn og í bókabúð til að skoða höfundarverk Hugins. Í Eymundsson var bækur hans víða að finna og flestar virtust þær ríkulega myndskreyttar myndum eftir hina ýmsu höfunda, flesta erlenda. Teiknistíllinn er fjölbreyttur og gæðin sömuleiðis. „Á misjöfnu þrífast börnin best,“ muldraði ég með sjálfri mér eina ferðina enn. Á Bókasafni Kópavogs fann ég stæðilegan stafla eftir Hugin af myndabókum fyrir yngstu börnin og myndskreyttum bókum fyrir börn sem eru farin að lesa sjálf. Ég settist með bunkann og hóf lesturinn. Engin þeirra bóka sem ég skoðaði státaði af íslenskum myndhöfundi og með örlitlu gúggli fann ég síðuna www.deviantart.com þar sem Huginn Þór auglýsir eftir listamönnum til að myndskreyta bækur sínar og forlagsins Óðinsauga fyrir smáaura.5 Hann er tilbúinn að borga 800$ fyrir myndskreytingar og káputeikningar í 28 síðna myndabók fyrir krakka. Hann er líka að leita að húmorískum teikningum fyrir póstkort og býður 35$ fyrir hverja mynd sem hann getur notað en heila 60$ fyrir mynd af Lagarfljótsorminum. Og tilboðin virðast streyma inn. Alþjóðavæðingin í hnotskurn. Sumar af bókum Hugins Þórs eru sambærilegar við fjölda annarra bóka fyrir lítil börn sem eiga það sameiginlegt að vera verslunarvara fremur en bókmenntaverk. Þannig bækur hafa verið til á Íslandi í áratugi, flestar þýddar en íslenskir höfundar hafa einnig látið ljós sitt skína með þessum hætti. Í einhverjum kimum framleiðslunnar þykir nóg að myndirnar í barnabókum séu litríkar. Sú bók í búðarhillunni sem er skærust ratar gjarna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.