Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Blaðsíða 128

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Blaðsíða 128
Á d r e p u r 128 TMM 2015 · 1 á. Það færist í vöxt að fólk sé krafið um að taka afstöðu til mála eða finni sig knúið til þess, án þess að hafa forsendur til að ræða málin af þekkingu. Við slík- ar aðstæður er freistandi að þvæla málin, þ.e.a.s. tjá sig án þess að segja beinlínis eitthvað rangt en jafnframt án þess að geta lagt eitthvað til sem auki skilning okkar á málinu. Þess konar tjáning kemur fram með ýmsu móti í daglegri umræðu eins og til að mynda með ónákvæmri hugtakanotkun. Fólk grípur til þess að tjá sig um lýðræði, réttindi, ábyrgð án þess að hugleiða hvaða merkingu það leggur í hugtökin. Í slíkum tilvikum getur það hljómað eins og að fólk sé að segja eitthvað merkilegt en þegar betur er að gáð er umræðan ómarkviss og villandi. Grundvallarþekking á grunnhugtökum lýðræðis er forsenda alvöru umræðu um helstu ágreiningsefni samtímans. Önnur leið og vinsæl til að svara and- stæðingum án þess að ræða málefnin sjálf er að beita hártogunum um merk- ingu orða. Nýleg dæmi í stjórnmálaum- ræðunni er til dæmis þegar gripið er til þess að orða afar skýr kosningaloforð eftir á með nýjum hætti til að koma sér undan því að efna þau eða þegar orðið „strax“ er teygjanlegt hugtak. Í ræðu á Austurvelli fjallaði Sigurður Pálsson rit- höfundur um það hvernig ráðamenn afvegaleiddu tungumálið og hefðu „ráð- ist inn í samband orðs og merkingar á skítugum skónum, reynt að rjúfa og brengla samband orðs og merkingar“ og sagði síðan: „Vísvitandi afvegaleiðing orða og hugtaka jafngildir spillingu tungumálsins sem síðan spillir sam- skiptum manna og siðferði samskipt- anna. Á endanum blasir við siðrof, fyrst manna í millum, síðan siðrof þjóðfélags- ins.“5 Ef hægt er að hártoga og snúa út úr því sem fólk segir er ekki lengur hirt um merkingu þess sem sagt var eða hvað vakti fyrir stjórnmálamönnunum. Skyndilega er umræðan farin að hverf- ast um merkingu orða sem almennt samkomulag hefur ríkt um fram að þessu, settar eru fram allar mögulegar túlkanir á innhaldi bréfs ráðherra til Evrópusambandsins, svo dæmi sé tekið, en hitt fellur í skuggann sem stjórnvöld ætluðust fyrir. II. Stjórnmál fást við ákvarðanatöku í sam- félagi þar sem ólíkar hugmyndir og hagsmunir takast jafnan á. Við höfum ólíkar skoðanir á margvíslegum málum sem skipta máli fyrir samfélag okkar. Við höfum ólíka hagsmuni og ólíka líf- sýn. Það er verkefni stjórnmálanna að fást við þennan ágreining með samræð- um milli fólks með ólík sjónarhorn þar sem leitað er leiða til að finna lausnir og móta stefnu fyrir framtíðina. Meðal þjóða heims hafa þróast mismunandi hefðir í stjórnmálum, sums staðar er áherslan á að ná breiðri sátt en hjá öðrum þjóðum er átakahefðin í fyrir- rúmi. Í slíkum tilvikum er algengara að meirihlutavaldið ráði og andstæð sjón- armið takist sífellt á. Markmiðið hlýtur þó alltaf á endanum að snúast um það að ná niðurstöðu sem getur verið varan- leg en er ekki umbylt um leið og nýir valdhafar taka við. Hannah Arendt, einn af merkari stjórnmálaheimspekingum tuttugustu aldar, gerir áhugaverðan greinarmun á valdi (power) og afli (force) í bók sinni The Human Condition. Í hennar huga er vald eingöngu mögulegt í samstarfi við aðra og þegar slíkt vald verður til verða breytingar mögulegar. Að mati Arendt verður vald til þegar við vinnum saman og ræðum saman. Það vísar til þess sem gerist í rýminu milli fólks. Vald er því ekki til nema þegar það er raungert með öðru fólki og það varir á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.