Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Blaðsíða 84
E i r í k u r Ö r n N o r ð d a h l
84 TMM 2015 · 2
3
Við búum hvorki í sveit né borg; erum í útjaðri Hoi An, sem er smábær á
víetnamska vísu (90.000 manns), í miðju löngu landi, skotspöl á reiðhjóli frá
miðbænum sem er krökkur af túristum, alveg ofan í hrísgrjónaekrunum við
götu þar sem flestir eru líka bændur – halda kýr og hænsn, rækta mandar-
ínur og kryddjurtir – og annan eins skotspöl frá ströndinni, 10 mínútna
göngutúr frá rútustöðinni og þaðan tekur hálftíma að komast til Da Nang
(megnið af þeim tíma fer í að krefjast þess að borga ekki nema eitt og hálft
fargjald, frekar en til dæmis fimmfalt, einsog við gerðum í fyrstu ferð-
inni). Miðbærinn í Hoi An er að stórum hluta frá 15. og 16. öld – á heims-
minjaskrá UNESCO – og einu sinni í mánuði, á hálfu tungli, er slökkt á
öllum rafljósum og bærinn upplýstur með gamaldags pappírsluktum. Verðið
á veitingastöðunum fer stighækkandi eftir því sem nær dregur ánni sem
rennur í gegnum miðbæinn. Í næstu götu við okkar er hægt að fá fjögurra
manna máltíð fyrir 50 þúsund dong (320 krónur). Niðri í bæ getur aðal-
rétturinn farið upp í 500 þúsund dong (3200 krónur). Það eru rottur á loftinu
sem halda vöku fyrir okkur sumar nætur með áflogum; upp veggina skríða
gaggandi eðlur. Maður kemst ekkert án þess að heyra í umferðinni – án þess
að heyra í nágrönnunum, götusölumönnum með hátalarakerfi á vespunum,
skepnum og suði.
4
Regntímanum var ekki lokið þegar við komum. Fyrstu dagana erum við
föst í húsi; ég fer í þykkan regnponsjó og hjóla í bæinn eftir mat í myrkrinu.
Á leiðinni til baka fylgi ég leiðbeiningum af Google Maps í símanum, sem
leiðbeinir mér í heddfónunum, og ég villist inn í skóg. Ég held áfram í
trausti þess að það séu engar stærri skepnur í myrkrinu, í trausti þess að
stígurinn sem mér sýnist verða sífellt mjórri hverfi hvergi og það séu ekki á
honum neinar rætur, ekkert drasl í veginum sem getur fellt mig. Ég held ég
sé áreiðanlega að fara í rétta átt. Google myndi ekki ljúga að mér. Ég get ekki
staðnæmst til að skoða kortið því þá slokknar á hjólaluktinni og ég vil ekki
standa þarna einn í algeru myrkri. Eftir stutta stund, sem mér virðist vera
eilífð, tek ég eftir ljóstíru handan við trén, birtunni af ljósastaur, og á end-
anum kem ég út á Le Hong Phong, götunni okkar, bara skotspöl frá húsinu.
5
Mér er sagt að Víetnam sé Tæland fátæka mannsins. Hingað koma þeir sem
þola ekki túrismann í Tælandi. Þeir sem síðan þola ekki túrismann í Víetnam
fara til Laos, sem er Víetnam fátæka mannsins. Vestrænir túristar sem
flækjast hér á milli landanna með bakpoka segja okkur að stóri munurinn á