Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Síða 84

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Síða 84
E i r í k u r Ö r n N o r ð d a h l 84 TMM 2015 · 2 3 Við búum hvorki í sveit né borg; erum í útjaðri Hoi An, sem er smábær á víetnamska vísu (90.000 manns), í miðju löngu landi, skotspöl á reiðhjóli frá miðbænum sem er krökkur af túristum, alveg ofan í hrísgrjónaekrunum við götu þar sem flestir eru líka bændur – halda kýr og hænsn, rækta mandar- ínur og kryddjurtir – og annan eins skotspöl frá ströndinni, 10 mínútna göngutúr frá rútustöðinni og þaðan tekur hálftíma að komast til Da Nang (megnið af þeim tíma fer í að krefjast þess að borga ekki nema eitt og hálft fargjald, frekar en til dæmis fimmfalt, einsog við gerðum í fyrstu ferð- inni). Miðbærinn í Hoi An er að stórum hluta frá 15. og 16. öld – á heims- minjaskrá UNESCO – og einu sinni í mánuði, á hálfu tungli, er slökkt á öllum rafljósum og bærinn upplýstur með gamaldags pappírsluktum. Verðið á veitingastöðunum fer stighækkandi eftir því sem nær dregur ánni sem rennur í gegnum miðbæinn. Í næstu götu við okkar er hægt að fá fjögurra manna máltíð fyrir 50 þúsund dong (320 krónur). Niðri í bæ getur aðal- rétturinn farið upp í 500 þúsund dong (3200 krónur). Það eru rottur á loftinu sem halda vöku fyrir okkur sumar nætur með áflogum; upp veggina skríða gaggandi eðlur. Maður kemst ekkert án þess að heyra í umferðinni – án þess að heyra í nágrönnunum, götusölumönnum með hátalarakerfi á vespunum, skepnum og suði. 4 Regntímanum var ekki lokið þegar við komum. Fyrstu dagana erum við föst í húsi; ég fer í þykkan regnponsjó og hjóla í bæinn eftir mat í myrkrinu. Á leiðinni til baka fylgi ég leiðbeiningum af Google Maps í símanum, sem leiðbeinir mér í heddfónunum, og ég villist inn í skóg. Ég held áfram í trausti þess að það séu engar stærri skepnur í myrkrinu, í trausti þess að stígurinn sem mér sýnist verða sífellt mjórri hverfi hvergi og það séu ekki á honum neinar rætur, ekkert drasl í veginum sem getur fellt mig. Ég held ég sé áreiðanlega að fara í rétta átt. Google myndi ekki ljúga að mér. Ég get ekki staðnæmst til að skoða kortið því þá slokknar á hjólaluktinni og ég vil ekki standa þarna einn í algeru myrkri. Eftir stutta stund, sem mér virðist vera eilífð, tek ég eftir ljóstíru handan við trén, birtunni af ljósastaur, og á end- anum kem ég út á Le Hong Phong, götunni okkar, bara skotspöl frá húsinu. 5 Mér er sagt að Víetnam sé Tæland fátæka mannsins. Hingað koma þeir sem þola ekki túrismann í Tælandi. Þeir sem síðan þola ekki túrismann í Víetnam fara til Laos, sem er Víetnam fátæka mannsins. Vestrænir túristar sem flækjast hér á milli landanna með bakpoka segja okkur að stóri munurinn á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.